Enski boltinn

Svona byrjaði árið hjá United og City - stoðsendingin hans Gylfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar voru á fullu um Jól og áramót og léku margir fjórða leikinn á tíu dögum í gær Nýársdag. Eins og vanalega er hægt að sjá svipmyndir úr öllum leikjunum inn á Sjónvarpsvef Vísis.

Tvö efstu liðin, nágrannarnir Manchester United og Manchester City, unnu bæði leiki sína örugglega og það munar því enn sjö stigum á þeim. United vann 4-0 sigur á Wigan og hélt því hreinu annan leikinn í röð. City vann 3-0 sigur á Stoke og endaði tíu leikja taplausa hrinu hjá Stoke-liðinu.

Tottenham komst upp fyrir Chelsea með 3-1 sigri á Reading en Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Tottenham og lagði upp fyrsta mark liðsins í leiknum.

Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helst aftur geta því fengið flott yfirlit yfir alla leikina inn á Vísi en hér fyrir neðan má finna tengla á þessa sjö leiki.

Leikir gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni:

West Bromwich Albion - Fulham 1-2



Manchester City - Stoke 3-0



Swansea - Aston Villa 2-2



Tottenham - Reading 3-1



West Ham - Norwich 2-1



Wigan - Manchester United 0-4



Southampton - Arsenal 1-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×