Sjálfsmark tryggði Manchester United þrjú stig á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2013 18:00 Mynd/NordicPhotos/Getty Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins. Manchester United hefur náð í sjö stig af níu mögulegum og er með eins stigs forskot á þýska liðið Bayer 04 Leverkusen sem tók annað sætið af Shakhtar Donetsk í kvöld. Wayne Rooney ruglaði varnarmenn spænska liðsins algjörlega í ríminu strax á 2. mínútu leiksins eftir snarpan einleik í teignum og átti síðan í framhaldinu skot í stöngina og út. Inigo Martínez var enn ringlaður eftir gabbhreyfingar Rooney og sendi frákastið klaufalega í eigið mark. Wayne Rooney fékk tækifæri til að bæta við marki í fyrri hálfleiknum en gestirnir úr Baskalandi fengu einnig sín færi og það besta þegar Antoine Griezmann skaut í stöngina úr aukaspyrnu rétt fyrir hálfleikinn. Það var vel tekist á og sex gul spjöld fóru á loft í fyrri hálfleiknum hjá hollenskum dómara leiksins. Alberto de la Bella hjá Real Sociedad átti skot í slá á 59. mínútu og fjórum mínútum síðar átti Antonio Valencia skot í stöngina hinum megin eftir frábæran undirbúning Wayne Rooney. Rooney fékk frábært færi til að skora á 71. mínútu en skaut yfir og stuðningsmenn United losnuðu ekki við stressið fyrr en að dómarinn Bas Nijhuis flautaði til leiksloka. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins. Manchester United hefur náð í sjö stig af níu mögulegum og er með eins stigs forskot á þýska liðið Bayer 04 Leverkusen sem tók annað sætið af Shakhtar Donetsk í kvöld. Wayne Rooney ruglaði varnarmenn spænska liðsins algjörlega í ríminu strax á 2. mínútu leiksins eftir snarpan einleik í teignum og átti síðan í framhaldinu skot í stöngina og út. Inigo Martínez var enn ringlaður eftir gabbhreyfingar Rooney og sendi frákastið klaufalega í eigið mark. Wayne Rooney fékk tækifæri til að bæta við marki í fyrri hálfleiknum en gestirnir úr Baskalandi fengu einnig sín færi og það besta þegar Antoine Griezmann skaut í stöngina úr aukaspyrnu rétt fyrir hálfleikinn. Það var vel tekist á og sex gul spjöld fóru á loft í fyrri hálfleiknum hjá hollenskum dómara leiksins. Alberto de la Bella hjá Real Sociedad átti skot í slá á 59. mínútu og fjórum mínútum síðar átti Antonio Valencia skot í stöngina hinum megin eftir frábæran undirbúning Wayne Rooney. Rooney fékk frábært færi til að skora á 71. mínútu en skaut yfir og stuðningsmenn United losnuðu ekki við stressið fyrr en að dómarinn Bas Nijhuis flautaði til leiksloka.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira