Emil Hallfreðsson og félagar í Verona byrjuðu með miklum látum í ítölsku seríu A-deildinni í dag þegar liðið bar sigur úr býtum gegn AC Milan 2-1.
Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma.
Luca Toni gerði bæði mörk Verona í leiknum en eina mark AC Milan gerði Andrea Poli.
Þá unnu Ítalíumeistarar Juventus sigur á Sampdoria 1-0.
Emil og félagar með sigur á AC Milan í fyrsta leik
Stefán Árni Pálsson skrifar
