Vinnur við að keppa í vinsælum tölvuleik Brjánn Jónasson skrifar 4. júlí 2013 07:30 Jökull keppti nýverið á Dreamhack-mótinu í Svíþjóð. Hér er hann (til hægri) með félaga sínum, Son Seok Hee frá Suður-Kóreu. „Það er mikil pressa í þessu starfi, maður verður að standa sig,“ segir Jökull Jóhannsson, tvítugur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun. Jökull flutti nýverið til Sviss og gekk til liðs við atvinnumannaliðið Team Infused. Lið Jökuls keppir í nokkrum tölvuleikjum, en hann einskorðar sig við herkænskuleikinn Starcraft 2. „Ég hef verið að spila Starcraft í tvö ár, þar af síðasta hálfa árið af alvöru,“ segir Jökull. Áður en hann flutti til Sviss um miðjan júní æfði hann fjórum sinnum í viku. Nú æfir hann í um átta klukkustundir á dag. „Þetta er voðalega svipað og hver önnur vinna.“ Jökull hefur keppt á stærstu Starcraft-mótunum í Evrópu og náð góðum árangri þó samkeppnin sé hörð. Hann náði 33. til 48. sæti á móti þar sem 70 atvinnumenn kepptu. Jökull náði augum liðsstjórnenda atvinnuliðanna með góðum árangri í mótum sem spiluð eru í gegnum netið. Breskt lið bauð honum á mót þar sem hann náði 12. til 15. sæti, og þá fór boltinn að rúlla og Jökli var boðið starf.Snerpan skiptir öllu „Það skiptir öllu máli í þessum leik að vera með mjög mikla snerpu og vera góður í að gera marga hluti í einu,“ segir Jökull. Mæla má snerpuna með því að telja skipanir sem leikmennirnir gefa á hverri mínútu. Góðir leikmenn ná á bilinu 100 til 150 skipunum á mínútu, en atvinnumenn eins og Jökull ná 300 eða fleiri. Þessi gríðarlega snerpa gerir það af verkum að ferill atvinnumanns í tölvuleikjaspilun er stuttur. Jökull segir að þegar þrítugsaldurinn nálgist hægist svo mikið á viðbrögðunum að atvinnumannaferillinn sé sjálfkrafa á enda. Þó dagleg störf snúist um æfingar tekur alvaran við á reglulegum mótum, sem eru til dæmis haldin í Bretlandi, í Sviss, á Spáni, í Svíþjóð og víðar. Eins og hjá atvinnumönnum í íþróttum er pressan á að standa sig vel mikil. Jökull segir að fjöldi atvinnumanna í tölvuleikjaspilun sé alltaf að aukast. Nú séu um 300 atvinnumenn í spilun Starcraft, þar af um 100 til 150 í Evrópu. Liðin fjármagna sig með sama hætti og íþróttalið. Þau fá styrki frá auglýsendum og áhorfendur greiða fyrir að fylgjast með leikjum. Launakjörin eru misjöfn, en bestu leikmennirnir eru með mánaðarlaun á bilinu eina til tvær milljónir króna. Við það bætist verðlaunafé á mótum. Jökull hefur verið í námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, og ætlar að skoða hvort hann geti verið í fjarnámi meðfram atvinnumennskunni í vetur. Annars stefni hann á atvinnumennsku í einhver ár og svo taki skólinn við á ný.Leikmenn í Starcraft berjast hver við annan um yfirráð á fjarlægum plánetum með því að byggja upp herstöðvar, framleiða hergögn og ráðast á stöðvar andstæðingsins.Barist um fjarlægar plánetur Tölvuleikurinn Starcraft II kom út árið 2010 og hefur náð að halda gríðarlegum vinsældum síðan. Sögusvið leiksins er stríðshrjáð framtíð þar sem menn berjast gegn geimverum um yfirráð á fjarlægum plánetum. Leikmenn þurfa að byggja upp geimstöð og ráðast gegn stöðvum andstæðingsins um leið og þeir verjast árásum. Þeir sem keppa í spilun á Starcraft keppa hver við annan í stuttum leikjum, ýmist í gegnum nettengingu eða á mótum. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
„Það er mikil pressa í þessu starfi, maður verður að standa sig,“ segir Jökull Jóhannsson, tvítugur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun. Jökull flutti nýverið til Sviss og gekk til liðs við atvinnumannaliðið Team Infused. Lið Jökuls keppir í nokkrum tölvuleikjum, en hann einskorðar sig við herkænskuleikinn Starcraft 2. „Ég hef verið að spila Starcraft í tvö ár, þar af síðasta hálfa árið af alvöru,“ segir Jökull. Áður en hann flutti til Sviss um miðjan júní æfði hann fjórum sinnum í viku. Nú æfir hann í um átta klukkustundir á dag. „Þetta er voðalega svipað og hver önnur vinna.“ Jökull hefur keppt á stærstu Starcraft-mótunum í Evrópu og náð góðum árangri þó samkeppnin sé hörð. Hann náði 33. til 48. sæti á móti þar sem 70 atvinnumenn kepptu. Jökull náði augum liðsstjórnenda atvinnuliðanna með góðum árangri í mótum sem spiluð eru í gegnum netið. Breskt lið bauð honum á mót þar sem hann náði 12. til 15. sæti, og þá fór boltinn að rúlla og Jökli var boðið starf.Snerpan skiptir öllu „Það skiptir öllu máli í þessum leik að vera með mjög mikla snerpu og vera góður í að gera marga hluti í einu,“ segir Jökull. Mæla má snerpuna með því að telja skipanir sem leikmennirnir gefa á hverri mínútu. Góðir leikmenn ná á bilinu 100 til 150 skipunum á mínútu, en atvinnumenn eins og Jökull ná 300 eða fleiri. Þessi gríðarlega snerpa gerir það af verkum að ferill atvinnumanns í tölvuleikjaspilun er stuttur. Jökull segir að þegar þrítugsaldurinn nálgist hægist svo mikið á viðbrögðunum að atvinnumannaferillinn sé sjálfkrafa á enda. Þó dagleg störf snúist um æfingar tekur alvaran við á reglulegum mótum, sem eru til dæmis haldin í Bretlandi, í Sviss, á Spáni, í Svíþjóð og víðar. Eins og hjá atvinnumönnum í íþróttum er pressan á að standa sig vel mikil. Jökull segir að fjöldi atvinnumanna í tölvuleikjaspilun sé alltaf að aukast. Nú séu um 300 atvinnumenn í spilun Starcraft, þar af um 100 til 150 í Evrópu. Liðin fjármagna sig með sama hætti og íþróttalið. Þau fá styrki frá auglýsendum og áhorfendur greiða fyrir að fylgjast með leikjum. Launakjörin eru misjöfn, en bestu leikmennirnir eru með mánaðarlaun á bilinu eina til tvær milljónir króna. Við það bætist verðlaunafé á mótum. Jökull hefur verið í námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, og ætlar að skoða hvort hann geti verið í fjarnámi meðfram atvinnumennskunni í vetur. Annars stefni hann á atvinnumennsku í einhver ár og svo taki skólinn við á ný.Leikmenn í Starcraft berjast hver við annan um yfirráð á fjarlægum plánetum með því að byggja upp herstöðvar, framleiða hergögn og ráðast á stöðvar andstæðingsins.Barist um fjarlægar plánetur Tölvuleikurinn Starcraft II kom út árið 2010 og hefur náð að halda gríðarlegum vinsældum síðan. Sögusvið leiksins er stríðshrjáð framtíð þar sem menn berjast gegn geimverum um yfirráð á fjarlægum plánetum. Leikmenn þurfa að byggja upp geimstöð og ráðast gegn stöðvum andstæðingsins um leið og þeir verjast árásum. Þeir sem keppa í spilun á Starcraft keppa hver við annan í stuttum leikjum, ýmist í gegnum nettengingu eða á mótum.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira