Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi Boði Logason skrifar 4. júlí 2013 12:37 Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var send heim í vikunni af Alþingi, vegna þess að hún var í bláum gallabuxum. Það er bannað. Mynd/365 „Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. Á þriðjudag sendi forseti Alþingis Elínu heim til þess að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Slíkt er bannað á Alþingi og baðst Elín afsökunar á klæðaburði sínum. Í dag vakti Elín hinsvegar athygli aftur á málinu. „Ég tel mig knúna til að fræða menn örlítið um gallabuxur og verja heiður þeirra. Ég vil líka passa upp á það að við gerumst ekki forpokuð hér á Alþingi." Og þá hófst upplesturinn hjá henni: „Saga gallabuxna hefst í borginni Genova á Ítalíu á 19. öld þegar frægur baðmullarkaupmaður hóf að framleiða buxur úr þessu efni fyrir sjómenn. Þær þóttu svo góðar flíkur að buxurnar frá Genova urðu brátt vinsælar um alla Evrópu meðal sjómanna. Franskir fataframleiðendur reyndu líka að líkja eftir buxunum góðum frá Ítalíu, en það mistókst,“ sagði hún. „Það var ekki fyrr en seint á 19. öld að buxurnar bárust til Bandaríkjanna og urðu gríðarlegar vinsælar þar. Þess má geta að gallabuxur sáust fyrst í Sovíetríkjunum árið 1957 á heimsleikum æskulýðs- og námsmanna og urðu strax mjög eftirsóttar meðal almennings en ófáanlegar enda taldar merki um vestræna kapítalíska villitrú. Andófsmenn gerðu sér þess vegna far um að storka yfirvöldum með því að klæðast gallabuxum," sagði Elín. Hún vitnaði í grein sem Ragnheiður Tryggvadóttir, skrifaði um gallabuxur á Vísi í gær. „Hún segir að þrátt fyrir að öll helstu tískuhús heims hanni og framleiði gallabuxur í dag, virðast þær skörlægra settar en aðrar buxur í virðingastiganum. Þær þykja ekki nógu fínar, eru ekki spari, jafnvel órifnar og stífstraujaðar. Það sé kannski vegna þess að gallabuxur hafi lengi verið tákn verkamanna, kúreka og hafnarverkamanna.“ Að lokum vakti hún athygli á því að ákveðið misrétti væri í þessum málum á Alþingi. „Svartar, rauðar, grænar og draplitaðar gallabuxur eru leyfðar, en ekki bláar,“ sagði hún, áður en hún fór úr pontu. Hægt er að horfa á ræðu Elínar í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
„Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. Á þriðjudag sendi forseti Alþingis Elínu heim til þess að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Slíkt er bannað á Alþingi og baðst Elín afsökunar á klæðaburði sínum. Í dag vakti Elín hinsvegar athygli aftur á málinu. „Ég tel mig knúna til að fræða menn örlítið um gallabuxur og verja heiður þeirra. Ég vil líka passa upp á það að við gerumst ekki forpokuð hér á Alþingi." Og þá hófst upplesturinn hjá henni: „Saga gallabuxna hefst í borginni Genova á Ítalíu á 19. öld þegar frægur baðmullarkaupmaður hóf að framleiða buxur úr þessu efni fyrir sjómenn. Þær þóttu svo góðar flíkur að buxurnar frá Genova urðu brátt vinsælar um alla Evrópu meðal sjómanna. Franskir fataframleiðendur reyndu líka að líkja eftir buxunum góðum frá Ítalíu, en það mistókst,“ sagði hún. „Það var ekki fyrr en seint á 19. öld að buxurnar bárust til Bandaríkjanna og urðu gríðarlegar vinsælar þar. Þess má geta að gallabuxur sáust fyrst í Sovíetríkjunum árið 1957 á heimsleikum æskulýðs- og námsmanna og urðu strax mjög eftirsóttar meðal almennings en ófáanlegar enda taldar merki um vestræna kapítalíska villitrú. Andófsmenn gerðu sér þess vegna far um að storka yfirvöldum með því að klæðast gallabuxum," sagði Elín. Hún vitnaði í grein sem Ragnheiður Tryggvadóttir, skrifaði um gallabuxur á Vísi í gær. „Hún segir að þrátt fyrir að öll helstu tískuhús heims hanni og framleiði gallabuxur í dag, virðast þær skörlægra settar en aðrar buxur í virðingastiganum. Þær þykja ekki nógu fínar, eru ekki spari, jafnvel órifnar og stífstraujaðar. Það sé kannski vegna þess að gallabuxur hafi lengi verið tákn verkamanna, kúreka og hafnarverkamanna.“ Að lokum vakti hún athygli á því að ákveðið misrétti væri í þessum málum á Alþingi. „Svartar, rauðar, grænar og draplitaðar gallabuxur eru leyfðar, en ekki bláar,“ sagði hún, áður en hún fór úr pontu. Hægt er að horfa á ræðu Elínar í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira