Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi Boði Logason skrifar 4. júlí 2013 12:37 Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var send heim í vikunni af Alþingi, vegna þess að hún var í bláum gallabuxum. Það er bannað. Mynd/365 „Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. Á þriðjudag sendi forseti Alþingis Elínu heim til þess að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Slíkt er bannað á Alþingi og baðst Elín afsökunar á klæðaburði sínum. Í dag vakti Elín hinsvegar athygli aftur á málinu. „Ég tel mig knúna til að fræða menn örlítið um gallabuxur og verja heiður þeirra. Ég vil líka passa upp á það að við gerumst ekki forpokuð hér á Alþingi." Og þá hófst upplesturinn hjá henni: „Saga gallabuxna hefst í borginni Genova á Ítalíu á 19. öld þegar frægur baðmullarkaupmaður hóf að framleiða buxur úr þessu efni fyrir sjómenn. Þær þóttu svo góðar flíkur að buxurnar frá Genova urðu brátt vinsælar um alla Evrópu meðal sjómanna. Franskir fataframleiðendur reyndu líka að líkja eftir buxunum góðum frá Ítalíu, en það mistókst,“ sagði hún. „Það var ekki fyrr en seint á 19. öld að buxurnar bárust til Bandaríkjanna og urðu gríðarlegar vinsælar þar. Þess má geta að gallabuxur sáust fyrst í Sovíetríkjunum árið 1957 á heimsleikum æskulýðs- og námsmanna og urðu strax mjög eftirsóttar meðal almennings en ófáanlegar enda taldar merki um vestræna kapítalíska villitrú. Andófsmenn gerðu sér þess vegna far um að storka yfirvöldum með því að klæðast gallabuxum," sagði Elín. Hún vitnaði í grein sem Ragnheiður Tryggvadóttir, skrifaði um gallabuxur á Vísi í gær. „Hún segir að þrátt fyrir að öll helstu tískuhús heims hanni og framleiði gallabuxur í dag, virðast þær skörlægra settar en aðrar buxur í virðingastiganum. Þær þykja ekki nógu fínar, eru ekki spari, jafnvel órifnar og stífstraujaðar. Það sé kannski vegna þess að gallabuxur hafi lengi verið tákn verkamanna, kúreka og hafnarverkamanna.“ Að lokum vakti hún athygli á því að ákveðið misrétti væri í þessum málum á Alþingi. „Svartar, rauðar, grænar og draplitaðar gallabuxur eru leyfðar, en ekki bláar,“ sagði hún, áður en hún fór úr pontu. Hægt er að horfa á ræðu Elínar í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. Á þriðjudag sendi forseti Alþingis Elínu heim til þess að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Slíkt er bannað á Alþingi og baðst Elín afsökunar á klæðaburði sínum. Í dag vakti Elín hinsvegar athygli aftur á málinu. „Ég tel mig knúna til að fræða menn örlítið um gallabuxur og verja heiður þeirra. Ég vil líka passa upp á það að við gerumst ekki forpokuð hér á Alþingi." Og þá hófst upplesturinn hjá henni: „Saga gallabuxna hefst í borginni Genova á Ítalíu á 19. öld þegar frægur baðmullarkaupmaður hóf að framleiða buxur úr þessu efni fyrir sjómenn. Þær þóttu svo góðar flíkur að buxurnar frá Genova urðu brátt vinsælar um alla Evrópu meðal sjómanna. Franskir fataframleiðendur reyndu líka að líkja eftir buxunum góðum frá Ítalíu, en það mistókst,“ sagði hún. „Það var ekki fyrr en seint á 19. öld að buxurnar bárust til Bandaríkjanna og urðu gríðarlegar vinsælar þar. Þess má geta að gallabuxur sáust fyrst í Sovíetríkjunum árið 1957 á heimsleikum æskulýðs- og námsmanna og urðu strax mjög eftirsóttar meðal almennings en ófáanlegar enda taldar merki um vestræna kapítalíska villitrú. Andófsmenn gerðu sér þess vegna far um að storka yfirvöldum með því að klæðast gallabuxum," sagði Elín. Hún vitnaði í grein sem Ragnheiður Tryggvadóttir, skrifaði um gallabuxur á Vísi í gær. „Hún segir að þrátt fyrir að öll helstu tískuhús heims hanni og framleiði gallabuxur í dag, virðast þær skörlægra settar en aðrar buxur í virðingastiganum. Þær þykja ekki nógu fínar, eru ekki spari, jafnvel órifnar og stífstraujaðar. Það sé kannski vegna þess að gallabuxur hafi lengi verið tákn verkamanna, kúreka og hafnarverkamanna.“ Að lokum vakti hún athygli á því að ákveðið misrétti væri í þessum málum á Alþingi. „Svartar, rauðar, grænar og draplitaðar gallabuxur eru leyfðar, en ekki bláar,“ sagði hún, áður en hún fór úr pontu. Hægt er að horfa á ræðu Elínar í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira