Erlent

Jörðin gleypti mann

MYND/AP
Talið er að einn maður hafi farist þegar jörðin opnaðist undir heimili hans í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Maðurinn lá þar í rúmi sínu en bróðir hans var einnig á staðnum. Hann reyndi að bjarga bróður sínum en þurfti á endanum sjálfur liðsinnis björgunarmanna þegar þeir komu á vettvang.

Jarðsig eins og þetta er sjaldhæft en ekki án fordæma. Samkvæmt upplýsingum frá lögregluuyfirvöldum í Flórída var holan rúmlega 30 metrar að breidd.

„Það var eins bíll hefði hafnað á húsinu," sagði Janelle Wheeler, frænka mannsins, í samtali við fréttamiðilinn Tampa Bay Times.

Holan er enn að stækka. Ekki liggur fyrir hvað olli fyrirbærinu en eitt er víst, hún er ekki af mannavöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×