Króatískir fjölmiðlar fjalla um miðasölu KSÍ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2013 12:25 Juraj Grizelj sést hér í búningi Grindavíkur. mynd/vilhelm Króatískir fjölmiðlar fjalla í dag um miðasölu KSÍ á landsleik Íslands og Króata í umspili um sæti á heimsmeistaramótið í Brasilíu sem fram fer á næsta ári. Miðasalan hófst klukkan fjögur í nótt og var uppselt á leikinn vel fyrir átta um morguninn en Íslendingar hafa margir hverjir tjáð reiði sína í dag þar sem enginn fékk að vita klukkan hvað miðasalan hæfist.Vitnað er í viðtal við Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóra KSÍ, í íslenskum fjölmiðlum þar sem hann talar um að sambandið hafi vel vitað af gríðarlegri eftirspurn. Fram kemur á króatísku vefsíðunni að Laugardalsvöllurinn beri í raun 15.000 manns en sökum öryggisástæðna verða aðeins tæplega 10.000 manns á leiknum. Líklega gerir blaðamaður ytra þá ráð fyrir að fólk standi í stæðum fyrir aftan bæði mörkin og er það með öllu óheimilt á alþjóðlegum leik. „Ég spilaði leik þann 1. ágúst á Íslandi og þá snjóaði,“ segir Juraj Grizelj, leikmaður Grindavíkur, í samtali við vefsíðuna. Grizelj er frá Króatíu en hefur verið á mála hjá Grindavík undanfarin misseri. „Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður í nóvember.“ Árið 2004 mættu yfir tuttugu þúsund manns á vináttulandsleik Íslands og Ítalíu en aldrei áður hafa fleiri mætt á leik á Laugardalsvellinum. Þá var setið þétt og stóð fólk einnig í stæðum fyrir aftan mörkin og í raun í kringum allan völlinn. Fram kemur á króatísku vefsíðunni að 1000 miðar séu fráteknir fyrir aðdáendur útiliðsins. Leikurinn fer fram þann 15. nóvember. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Króatískir fjölmiðlar fjalla í dag um miðasölu KSÍ á landsleik Íslands og Króata í umspili um sæti á heimsmeistaramótið í Brasilíu sem fram fer á næsta ári. Miðasalan hófst klukkan fjögur í nótt og var uppselt á leikinn vel fyrir átta um morguninn en Íslendingar hafa margir hverjir tjáð reiði sína í dag þar sem enginn fékk að vita klukkan hvað miðasalan hæfist.Vitnað er í viðtal við Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóra KSÍ, í íslenskum fjölmiðlum þar sem hann talar um að sambandið hafi vel vitað af gríðarlegri eftirspurn. Fram kemur á króatísku vefsíðunni að Laugardalsvöllurinn beri í raun 15.000 manns en sökum öryggisástæðna verða aðeins tæplega 10.000 manns á leiknum. Líklega gerir blaðamaður ytra þá ráð fyrir að fólk standi í stæðum fyrir aftan bæði mörkin og er það með öllu óheimilt á alþjóðlegum leik. „Ég spilaði leik þann 1. ágúst á Íslandi og þá snjóaði,“ segir Juraj Grizelj, leikmaður Grindavíkur, í samtali við vefsíðuna. Grizelj er frá Króatíu en hefur verið á mála hjá Grindavík undanfarin misseri. „Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður í nóvember.“ Árið 2004 mættu yfir tuttugu þúsund manns á vináttulandsleik Íslands og Ítalíu en aldrei áður hafa fleiri mætt á leik á Laugardalsvellinum. Þá var setið þétt og stóð fólk einnig í stæðum fyrir aftan mörkin og í raun í kringum allan völlinn. Fram kemur á króatísku vefsíðunni að 1000 miðar séu fráteknir fyrir aðdáendur útiliðsins. Leikurinn fer fram þann 15. nóvember.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira