Miðasala hófst klukkan 4 og seldust síðustu miðarnir á leikinn um klukkan átta í morgun. Þá áttu fjölmargir eftir að rísa úr rekkju og komast að því að draumurinn um miða væri úti.
Hér að neðan má sjá brot af útrás íslenskra knattspyrnuunnenda á Twitter í morgunsárið.
Ekkert að gera hjá KSÍ á nóttinni eftir að Strawberrys lokaði, jú annars seljum þá bara miða á leikinn! #duglegir #alltafívinnunni
— Teitur Örlygsson (@teitur11) October 29, 2013
stykkið á 9500,þrír miðar á 25þ. Braskið er byrjað. Er einhver labbandi fyrir utan völlinn í brúnni kápu að auglýsa miða til sölu? #fotbolti
— Kristinn Teitsson (@kristinnpall) October 29, 2013
En hverjir keyptu þessa 10000 miða? Erum við að fara sjá svartan markað í kringum leikinn? Slavinn í mér ber virðingu fyrir því höstli.
— Pavel Ermolinski (@pavelino15) October 29, 2013
Nýjasta tilboðið frá Bakarameistaranum, Kaffi, Kleina og Miði á leikinn á 10.000 kr #business
— Martin Hermannsson (@hermannsson15) October 29, 2013
KSÍ hefur tekist hið ómögulega: Að skemma stemminguna fyrir stærsta leik íslenskrar knattspyrnusögu. #KSI
— Stefán Máni (@StefnMni) October 29, 2013
Hvaða rugl er í gangi þarna hjá KSÍ!?? HVAR ER SKJALDBORGIN SEM OKKUR VAR LOFAÐ?? EKKI MEIR GEIR!!! #skjaldborgin
— Tómas Kjartansson (@tommikungfu) October 29, 2013
Vona að KKÍ geri ekki það sama með miðasölu á Njarðvík-KR í bikarnum #körfubolti
— Martin Hermannsson (@hermannsson15) October 29, 2013
Uppselt á leikinn Jákvætt=Góður stuðningur MJÖG Jákvætt=Meiri möguleikar á góðum úrslitum. Af hverju er fólk þá tuðandi út um vitlaust GAT!!
— Hreinn Hringsson (@HreinnHringsson) October 29, 2013
Fékk miða, þökk sé árrisulum bróður. Þið hin þurfið að fara að æfa fótbolta og vonast til að Lars velji ykkur í liðið. #fotbolti
— Daði Rafnsson (@dadirafnsson) October 29, 2013
Uppselt. Hvernig væri að bjóða góðan dag fyrst?
— Sóli Hólm (@SoliHolm) October 29, 2013
Veit einhver um gott svartamarkaðsbrask? #TicketGate
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) October 29, 2013
Vaknaði í morgun klár og hress ætlaði að bergða mér í miðasölu bísna hress.Var hins vegar tjáð að vera ekki með neitt stess það væri uppselt
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) October 29, 2013
Hvað segiði... Verður ekki stemming á Ísl-Kró? #midi.is
— Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) October 29, 2013
"Er uppselt á úrslitaleikinn á HM í Brasilíu næsta sumar?" "Já" "Ha?" "Miðasalan byrjaði kl 3 í nótt, McDonalds keyptu alla miðana."
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 29, 2013
#topp5skiturKSI 1:Miðamálið 2:EiðurSmári fótbrotnar í ungl.leik hjá KSI 3:Stóra kampavínsmálið 4:GuðnaBergs málið 5:Laugardalsvöllur
— Jón Páll Pálmason (@jonpallpalmason) October 29, 2013
Þórir og Geir eru alveg að fara á Bakarameistarann í hádeginu og fá sér köku. Gulrótarköku jafnvel!
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) October 29, 2013
Náði miða á landsleikinn! #enginnsegir #fotbolti
— Vilhjálmur (@Siggeirsson) October 29, 2013
Georg Bjarnfreðarson fékk miða #næturvakt
— Guðni Þ. Guðjónsson (@gudnigudjons) October 29, 2013
Það verður skrítin stemning á þessum leik. Bara fólk sem er vakandi klukkan fjögur á nóttunni. Í alvöru KSÍ? Hvað með börnin? #ksí #skita
— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) October 29, 2013
Af hverju var ekki gefinn upp tími á miðasölunni? Var starfsfolk KSI buið að moka svona af miðum í vini sína? Skammarlegt
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) October 29, 2013
Er eðlilegt að miðar á merkilegasta knattspyrnulandsleik Íslendinga séu allir seldir í skjóli nætur? #svekk
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) October 29, 2013
Byrjaði þetta svona snemma til að fela það hversu marga miða KSÍ gaf til vina og vandamanna?
— Arnar Smárason (@smarason1) October 29, 2013
Og hefst þá svarti markaðurinn. #velgert #4am
— Björn Berg (@BjornBergG) October 29, 2013
Þetta er top5 versta start á degi sem ég hef upplifað.
— Magnus Thorir (@MagnusThorir) October 29, 2013
Er ekki frá því að KSÍ sé að standa sig verr í PR málum heldur en Þjóðkirkjan og þá er mikið sagt #NáðiSamtMiða #VaknaðKlukkanSex
— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) October 29, 2013
Fátt Meira pirrandi en að vakna fyrir 6 i morgun og fatta ekki að kaupa helvítis miða! #brjalud
— Aslaug Sigurbjornsd (@aslaugarna) October 29, 2013
Velkomin í umræðuefni næstu daga á kommentakerfum. En þetta er samt skrýtið. Kl. 04:00? http://t.co/Vsj8g3Gnto
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 29, 2013
Miðasalan hófst á fullkomnum tíma fyrir aðdáendur íslenska landsliðsins í Moskvu og Karachi. Vel gert. #fotbolti
— Daði Rafnsson (@dadirafnsson) October 29, 2013
Átti miðasalan í alvöru að vera tilkynnt og byrja kl. 10? Allt hefði hrunið og kaup klikkað við staðfestingu og allir brjálaðir. #fotbolti
— FreyrG (@freyrg) October 29, 2013
Það verða líklega bara bakarar, fiskbúðarstarfsmenn og löggur á Króatíuleiknum #nátthrafnar #fotbolti
— Guðmundur Karl (@dullari) October 29, 2013
Þá heldur maður bara með Króatíu. Eru ekki þúsund miðar lausir fyrir þá? #aframkroatia #ksi #fotbolti
— Bragi Skaftason (@bragiskafta) October 29, 2013
#EkkimeirGeir að fara að trenda aftur? #fotbolti
— Grétar Atli (@GretarAtli) October 29, 2013
Takk Klúðursamband Íslands #fotbolti #KSI #aframkroatia
— Sveinn Thorarinsson (@celticship) October 29, 2013
Afsökunin verður 'ja þetta er allt midi.is að kenna“ @KSI_Iceland #fotbolti
— Kristinn S Trausta (@Kidditr) October 29, 2013
Ég þekki einn sem náði miða - og það er læknir sem var á næturvakt. Hvaða grín er þetta?
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 29, 2013
NOOOOOOOOOOOoooooooooooooooooooooooooo #soldout #football #fotbolti #no
— Sigfús Örn (@sigfusorn) October 29, 2013
Grísaðist til að kíkja á midi.is kl. 7 í morgun. #heppinn #ihólf #fotbolti
— FreyrG (@freyrg) October 29, 2013
Skil ekki þetta útspil KSÍ að byrja miðasölu um miðja nótt. Náði samt miða, en það var heppni #KSI #Fotbolti
— Guðm. Fannar (@gFannar) October 29, 2013
Allur klósettpappír á íslandi dugar ekki til að þrífa upp skituna hjá ksi #skita #ksi #fotbolti
— Ingimundur Guðjónsso (@Ingimundur4) October 29, 2013
Pant ekki vera Geir Þorsteins núna #drullalóðréttuppásig #ksi #fotbolti
— Rúnar Rúnarsson (@runarsson7) October 29, 2013
Er með 47 miða til sölu, stykkið á 16.999 krónur. #ksí #fotbolti #skita
— Gylfi Már Þórðarson (@GylfiMar) October 29, 2013
Allir miðar seldir áður en fólk vaknaði. Bíddu, hvað voru margir miðar í sölu? Ég tippa á um 1000. Sponsar hafa fengið um 9000. #fotbolti
— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) October 29, 2013