„Getum ekki boðið upp á aukasýningu eins og Björgvin Halldórsson“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2013 09:27 Þórir Hákonarson mynd/vilhelm Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að farið hafi verið að leiðbeiningum söluaðilans Mida.is þegar ákvörðun var tekin að setja miða á landsleik Íslands og Króatíu í sölu klukkan 4 í nótt. Tilkynnt var á heimasíðu KSÍ í gær að miðar færu í sölu í dag. Þó kom ekki fram klukkan hvað miðasala hæfist en heimildir Vísis herma að ákvörðunin hafi verið meðvituð þar sem talið var að sölukerfið myndi hrynja yrði álag of mikið.Sparkspekingar úthúða KSÍ Þórir sagðist ekki vita nákvæmlega hve margir miðar fóru í sölu til almennings í nótt og sömuleiðis hve margir hefðu farið til styrktaraðila. „Við fórum þessa leið í samráði við starfsmenn midi.is en við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að eftirspurnin eftir miða á leikinn yrði gríðarleg,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Það var vitað fyrir að eftirspurnin eftir miðum á leikinn væri mun meiri en venjulega en líklega hefðum við getað selt yfir 25.000 miða.“ „Núna þurfum við alvarlega að skoða þann möguleika að fólk fái að leggja inn pöntun fyrir miðum um mánuði fyrir leik og í framhaldinu af því yrði happadrætti um lausa miða eins og þekkist erlendis.“Mynd/VilhelmFólk óskar eftir miðum á Bland Að sögn Þóris fengu Króatar eitt þúsund miða en til að mynda fyrir leikinn gegn Kýpverjum voru engir miðar fráteknir fyrir stuðningsmenn Kýpur. „Handhafar A-passa sem eru dómarar, starfsmenn og blaðamenn eru samtals 240 miðar og við reyndum að halda þeirri tölu eins lágri og mögulegt er. Samstarfsaðilar KSÍ fengu einnig ákveðið magn af miðum en ég á eftir að taka það almennilega saman hversu margir miðar það eru. Við reynum ávallt að halda öllu slíku í algjöru lágmarki.“ „Við einfaldlega búum ekki við það landslag eins og Björgvin Halldórsson og aðrir tónlistamenn að bjóða uppá aukasýningu.“ Þórir útilokar ekki að leikurinn verði sýndur risaskjá í Laugardalhöll eða einhverjum slíkum stað.Mynd/VilhelmFengu ekki miða og eru hundfúl.Uppfært: Þórir Hákonarson sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Bítið á Bylgjunni að um 1000 til 1500 miðar hefðu farið til samstarfsaðila. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan. Landsleikur Íslands og Króatíu fer fram á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 15. nóvember. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30 "KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Margir Íslendingar hafa brugðist illa við fréttum af því að uppselt hafi orðið um miðja nótt á landsleikinn. 29. október 2013 09:32 Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00 Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjá meira
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að farið hafi verið að leiðbeiningum söluaðilans Mida.is þegar ákvörðun var tekin að setja miða á landsleik Íslands og Króatíu í sölu klukkan 4 í nótt. Tilkynnt var á heimasíðu KSÍ í gær að miðar færu í sölu í dag. Þó kom ekki fram klukkan hvað miðasala hæfist en heimildir Vísis herma að ákvörðunin hafi verið meðvituð þar sem talið var að sölukerfið myndi hrynja yrði álag of mikið.Sparkspekingar úthúða KSÍ Þórir sagðist ekki vita nákvæmlega hve margir miðar fóru í sölu til almennings í nótt og sömuleiðis hve margir hefðu farið til styrktaraðila. „Við fórum þessa leið í samráði við starfsmenn midi.is en við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að eftirspurnin eftir miða á leikinn yrði gríðarleg,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Það var vitað fyrir að eftirspurnin eftir miðum á leikinn væri mun meiri en venjulega en líklega hefðum við getað selt yfir 25.000 miða.“ „Núna þurfum við alvarlega að skoða þann möguleika að fólk fái að leggja inn pöntun fyrir miðum um mánuði fyrir leik og í framhaldinu af því yrði happadrætti um lausa miða eins og þekkist erlendis.“Mynd/VilhelmFólk óskar eftir miðum á Bland Að sögn Þóris fengu Króatar eitt þúsund miða en til að mynda fyrir leikinn gegn Kýpverjum voru engir miðar fráteknir fyrir stuðningsmenn Kýpur. „Handhafar A-passa sem eru dómarar, starfsmenn og blaðamenn eru samtals 240 miðar og við reyndum að halda þeirri tölu eins lágri og mögulegt er. Samstarfsaðilar KSÍ fengu einnig ákveðið magn af miðum en ég á eftir að taka það almennilega saman hversu margir miðar það eru. Við reynum ávallt að halda öllu slíku í algjöru lágmarki.“ „Við einfaldlega búum ekki við það landslag eins og Björgvin Halldórsson og aðrir tónlistamenn að bjóða uppá aukasýningu.“ Þórir útilokar ekki að leikurinn verði sýndur risaskjá í Laugardalhöll eða einhverjum slíkum stað.Mynd/VilhelmFengu ekki miða og eru hundfúl.Uppfært: Þórir Hákonarson sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Bítið á Bylgjunni að um 1000 til 1500 miðar hefðu farið til samstarfsaðila. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan. Landsleikur Íslands og Króatíu fer fram á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 15. nóvember.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30 "KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Margir Íslendingar hafa brugðist illa við fréttum af því að uppselt hafi orðið um miðja nótt á landsleikinn. 29. október 2013 09:32 Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00 Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjá meira
Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30
"KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Margir Íslendingar hafa brugðist illa við fréttum af því að uppselt hafi orðið um miðja nótt á landsleikinn. 29. október 2013 09:32
Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00
Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39