Sjö leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í dag en þar ber helst að nefna frábær endukoma hjá Inter Milan gegn Catania í 3-2 sigri liðsins.
Gonzalo Bergessio kom Catania yfir á upphafsmínútum leiksins og Giovanni Marchese kom heimamönnum í 2-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik. Þannig var staðan í hálfleik.
Ricardo Álvarez minnkaði muninn fyrir Inter Milan í upphafi síðari hálfleiksins og það var síðan Rodrigo Palacio sem jafnaði metin tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Það leit allt út fyrir að liðin myndu gera jafntefli en Rodrigo Palacio var ekki á sama máli. Hann skoraði sigurmarkið á 90. mínútu leiksins og tryggði Inter 3-2 sigur.
Pescara tapaði fyrir Udinese 1-0 en Antonio Di Natale skoraði eina mark leiksins. Það gengur skelfilega fyrir Birki Bjarnason og félaga í Pescara að skora þessa daganna en Birkir lék allan leikinn fyrir félagið í dag.
Inter Milan er í sjötta sæti deildarinnar með 44 stig en Pescara í því neðsta með 21 stig. Juventus situr á toppi deildarinnar með 59 stig.
Úrslit dagsins:
Torino - Palermo 0 - 0
Bologna - Cagliari 3-0
Catania - Inter Milan 2-3
Fiorentina - Chievo 2-1
Pescara - Udinese 0-1
Sampdoria - Parma 1-0
Siena - Atalanta 0-2
Inter með frábæra endurkomu | Pescara tapaði
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
