Erlent

Bjarnarhúnn safnar peningum

Buffalo-dýragarðurinn í New York-fylki Bandaríkjanna vonast til þess að ísbjarnarhúnninn Luna geti hjálpað þeim að safna fjórum milljónum Bandaríkjadala fyrir bætta aðstöðu fyrir ísbirni.

Húnninn var sýndur almenningi á föstudag um leið og dýragarðurinn kynnti næsta hluta söfnunarinnar. Undanfarin tvö ár hafa safnast 14 milljónir dala, og vonast dýragarðurinn til að þessi nýjasta viðbót skili því sem upp á vantar.

Luna er þriggja mánaða gömul og hefur verið alin upp af starfsmönnum dýragarðsins, en foreldrar hennar voru fluttir annað vegna þess að aðstæður í Buffalo-garðinum þykja ekki lengur fullnægjandi fyrir fullvaxna ísbirni.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hinn krúttlega björn að leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×