Lokar ekki léninu nema að undangengnum dómsúrskurði 25. apríl 2013 14:21 Jens Pétur Jensson segist ekki loka fyrir lénið nema að undangengnum dómsúrskurði. „Til þess að loka lénum, þá lýsum við því yfir eins og þegar reynt var að loka Wikileaks á sínum tíma, að við munum aldrei loka á síður nema að undangengnum dómsúrskurði,“ segir Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri Internet á Íslandi sem sér um skráningu .is léna á Íslandi, spurður hvort til standi að svipta skráaskiptasíðuna Thepiratebay léni sínu, sem nú er íslenskt. Jens Pétur áréttar að fyrirtækið starfrækir opið skráningarkerfi fyrir íslenska lénið, „og sá sem skráir lénið gerir það með algerri leynd. Svipað og þegar maður fer í kjörklefann,“ segir Jens og bætir við: „En lykilatriðið er að sá sem skráir lénið er höfundur þess og ábyrgur fyrir því.“ Það kom nokkuð á óvart þegar í ljós kom í morgun að umdeildasta skráaskiptasíða veraldar væri komin með íslenskt lén. Síðan er sænsk að uppruna en það er einmitt einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu. Á erlendum vefsíðum kemur fram að síðan hafi orðið landlaus á síðustu dögum og hafi meðal annars verið skráð til skamms tíma í Grænlandi, þangað til lénið var tekið af þeim. Jens Pétur segir að á þeim 27 árum sem fyrirtækið hafi verið starfrækt hafi það aldrei fengið úrskurð þar sem því var skipað að loka fyrir lén. Jens Pétur segir slíkt inngrip vera alvarlegt, og að það þurfi að vernda tjáningarfrelsið. Spurður hvort það skipti einhverju hvort vefsíðan sé með ólöglega starfsemi svarar Jens því til að þá sé það lögreglunnar að rannsaka málið og stöðva starfsemina. Lénið fremur engan glæp að hans sögn. Spurður hvort slíkt hið sama ætti við um eins og með klámfengið efni, sem er sannarlega ólöglegt hér á landi, svarar Jens: „Ef efnið eða þjónustan er ólögleg, þá þurfa lögregluyfirvöld að taka á því.“ Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að SMÁÍS myndu líklega beina þeim tilmælum til ISNIC að taka lénið niður og fara þannig eftir landslögum um höfundarétt sem framkvæmdastjórinn telur að séu brotin í þessu tilfelli. Aðspurður sagði Jens að fyrirtækið myndi ekki verða við slíkum tilmælum. Eins og fram hefur komið er thePiratebay angi af pírataflokknum alþjóðlega. Birgitta Jónsdóttir einn af oddvitum flokksins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Píratar á Íslandi stæðu ekki á bak við íslenska lénið. Tengdar fréttir Sjóræningjarnir eru komnir: Umdeildasta skráarskiptasíða veraldar orðin íslensk Stærsta skráarskiptasíða veraldar, og jafnframt sú umdeildasta, thePiratebay, er orðin íslensk. Þetta kemur meðal annars fram á erlendum fréttasíðum sem fjalla um tölvur og tæknimál, auk þess að ef slegin er inn vefslóðin, má sjá glögglega að núna er piratebay ekki lengur með endinguna se, eins og undanfarin ár, heldur is. 25. apríl 2013 10:16 Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar "Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. 25. apríl 2013 12:06 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira
„Til þess að loka lénum, þá lýsum við því yfir eins og þegar reynt var að loka Wikileaks á sínum tíma, að við munum aldrei loka á síður nema að undangengnum dómsúrskurði,“ segir Jens Pétur Jensson, framkvæmdastjóri Internet á Íslandi sem sér um skráningu .is léna á Íslandi, spurður hvort til standi að svipta skráaskiptasíðuna Thepiratebay léni sínu, sem nú er íslenskt. Jens Pétur áréttar að fyrirtækið starfrækir opið skráningarkerfi fyrir íslenska lénið, „og sá sem skráir lénið gerir það með algerri leynd. Svipað og þegar maður fer í kjörklefann,“ segir Jens og bætir við: „En lykilatriðið er að sá sem skráir lénið er höfundur þess og ábyrgur fyrir því.“ Það kom nokkuð á óvart þegar í ljós kom í morgun að umdeildasta skráaskiptasíða veraldar væri komin með íslenskt lén. Síðan er sænsk að uppruna en það er einmitt einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu. Á erlendum vefsíðum kemur fram að síðan hafi orðið landlaus á síðustu dögum og hafi meðal annars verið skráð til skamms tíma í Grænlandi, þangað til lénið var tekið af þeim. Jens Pétur segir að á þeim 27 árum sem fyrirtækið hafi verið starfrækt hafi það aldrei fengið úrskurð þar sem því var skipað að loka fyrir lén. Jens Pétur segir slíkt inngrip vera alvarlegt, og að það þurfi að vernda tjáningarfrelsið. Spurður hvort það skipti einhverju hvort vefsíðan sé með ólöglega starfsemi svarar Jens því til að þá sé það lögreglunnar að rannsaka málið og stöðva starfsemina. Lénið fremur engan glæp að hans sögn. Spurður hvort slíkt hið sama ætti við um eins og með klámfengið efni, sem er sannarlega ólöglegt hér á landi, svarar Jens: „Ef efnið eða þjónustan er ólögleg, þá þurfa lögregluyfirvöld að taka á því.“ Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að SMÁÍS myndu líklega beina þeim tilmælum til ISNIC að taka lénið niður og fara þannig eftir landslögum um höfundarétt sem framkvæmdastjórinn telur að séu brotin í þessu tilfelli. Aðspurður sagði Jens að fyrirtækið myndi ekki verða við slíkum tilmælum. Eins og fram hefur komið er thePiratebay angi af pírataflokknum alþjóðlega. Birgitta Jónsdóttir einn af oddvitum flokksins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Píratar á Íslandi stæðu ekki á bak við íslenska lénið.
Tengdar fréttir Sjóræningjarnir eru komnir: Umdeildasta skráarskiptasíða veraldar orðin íslensk Stærsta skráarskiptasíða veraldar, og jafnframt sú umdeildasta, thePiratebay, er orðin íslensk. Þetta kemur meðal annars fram á erlendum fréttasíðum sem fjalla um tölvur og tæknimál, auk þess að ef slegin er inn vefslóðin, má sjá glögglega að núna er piratebay ekki lengur með endinguna se, eins og undanfarin ár, heldur is. 25. apríl 2013 10:16 Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar "Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. 25. apríl 2013 12:06 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira
Sjóræningjarnir eru komnir: Umdeildasta skráarskiptasíða veraldar orðin íslensk Stærsta skráarskiptasíða veraldar, og jafnframt sú umdeildasta, thePiratebay, er orðin íslensk. Þetta kemur meðal annars fram á erlendum fréttasíðum sem fjalla um tölvur og tæknimál, auk þess að ef slegin er inn vefslóðin, má sjá glögglega að núna er piratebay ekki lengur með endinguna se, eins og undanfarin ár, heldur is. 25. apríl 2013 10:16
Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar "Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. 25. apríl 2013 12:06