Frá og með næsta tímabili mun sigurvegari Evrópudeildar UEFA fá þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.
Þetta var staðfest á þingi Knattspyrnusambands Evrópu í morgun en leitað hefur verið leiða til að gera Evrópudeildina meira spennandi í huga liðanna.
Chelsea vann Evrópudeildina nú í vor en vann sér þátttökurétt í Meistaradeildinni með því að ná þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Nánari útfærslunni á nýju reglunni hefur ekki verið tilkynnt.
Evrópudeildin fær Meistaradeildarsæti
