Erlent

Hillary Clinton myndi sigra í forsetakosningunum 2016

Hillary Clinton fyrrum utanríkisráðherra myndi sigra þrjá helstu frambjóðendur Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum árið 2016 með töluverðum mun.

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun á vegum NBC sjónvarpsstöðvarinnar. Minnsti munurinn er á milli hennar og Chris Christie ríkisstjóra New Jersey en Hillary myndi vinna hann með 45% atkvæða á móti 37% hjá Christie.

Meiri munur er á henni og þeim Marco Rubio öldungardeildarþingmanni Flórída og Paul Ryan sem var varaforseta efni Mitt Romney í síðustu kosningum.

Sama könnun sýnir að Joe Biden núverndi varaforseti myndi vinna þá Rubio og Ryan en tapa fyrir Chris Christie.

Hillary hefur notið mikilla vinsælda í starfi sínu sem utanríkisráðherra og margir Demókratar vilja að hún bjóði sig fram 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×