Dularfullur geimfari og litrík mótmæli Valur Grettisson skrifar 14. júní 2013 21:22 Geimfarinn vakti athygli almennings. Hann svaraði engum spurningum Stefáns Karlssonar þegar hann tók myndir af honum. Mynd Stefán Karlsson Áætlað er að á bilinu tvöhundruð til þrjúhundruð mótmælendur hafi verið fyrir framan rússneska sendiráðið í dag þar sem nýlegum lögum í Rússlandi var mótmælt. Lögin sem um ræðir fjalla um bann varðandi „áróður fyrir samkynhneigð“ og er að mati samtakanna 78´ sem skipulögðu mótmælin, hluti af víðtækari og kerfisbundinni aðgerð yfirvalda til að kúga rússneskt hinsegin samfélag og frjáls félagasamtök almennt.Hættulegur koss. Samtökin 78´ vöktu athygli á óhugnanlegri lagasetningu í Rússlandi með því að kyssast.Mynd /Stefán KarlssonMótmælin í dag voru litrík, samkynhneigð pör kysstust fyrir utan sendiráðið í mótmælaskyni auk þess sem það mátti sjá dularfullan geimfara veifa fána samkynhneigðra. Ljósmyndari fréttastofu reyndi að ná tali af geimfaranum, sem var óþekkjanlegur í búningnum. Hann svaraði engum spurningum.Þarna er snúið út úr frægum titli á James Bond kvikmynd.Mynd / Stefán Karlsson.Þá sögðu mótmælendur á vettvangi í samtali við Vísi að enginn vissi hver væri í búningnum. Einn þeirra giskaði þó á borgarstjórann sjálfan, Jón Gnarr. Mótmælandinn tók þó sérstaklega fram að það væru eingöngu vangaveltur, og hann hefði í raun enga hugmynd hver geimfarinn væri. En borgarstjórinn hefur hinsvegar látið mikið til sín taka í málaflokki samkynhneigðra á alþjóðavettvangi. Geimfarinn er einnig með Facebook-síðu, að því er virðist, en ekki er hægt að finna út hver stendur á bak við síðuna. Þar má finna myndir af geimfaranum í hversdagslegum aðstæðum, meðal annars fyrir framan ráðhús Reykjavíkur. Hægt er að skoða fleiri myndir hér fyrir ofan. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Áætlað er að á bilinu tvöhundruð til þrjúhundruð mótmælendur hafi verið fyrir framan rússneska sendiráðið í dag þar sem nýlegum lögum í Rússlandi var mótmælt. Lögin sem um ræðir fjalla um bann varðandi „áróður fyrir samkynhneigð“ og er að mati samtakanna 78´ sem skipulögðu mótmælin, hluti af víðtækari og kerfisbundinni aðgerð yfirvalda til að kúga rússneskt hinsegin samfélag og frjáls félagasamtök almennt.Hættulegur koss. Samtökin 78´ vöktu athygli á óhugnanlegri lagasetningu í Rússlandi með því að kyssast.Mynd /Stefán KarlssonMótmælin í dag voru litrík, samkynhneigð pör kysstust fyrir utan sendiráðið í mótmælaskyni auk þess sem það mátti sjá dularfullan geimfara veifa fána samkynhneigðra. Ljósmyndari fréttastofu reyndi að ná tali af geimfaranum, sem var óþekkjanlegur í búningnum. Hann svaraði engum spurningum.Þarna er snúið út úr frægum titli á James Bond kvikmynd.Mynd / Stefán Karlsson.Þá sögðu mótmælendur á vettvangi í samtali við Vísi að enginn vissi hver væri í búningnum. Einn þeirra giskaði þó á borgarstjórann sjálfan, Jón Gnarr. Mótmælandinn tók þó sérstaklega fram að það væru eingöngu vangaveltur, og hann hefði í raun enga hugmynd hver geimfarinn væri. En borgarstjórinn hefur hinsvegar látið mikið til sín taka í málaflokki samkynhneigðra á alþjóðavettvangi. Geimfarinn er einnig með Facebook-síðu, að því er virðist, en ekki er hægt að finna út hver stendur á bak við síðuna. Þar má finna myndir af geimfaranum í hversdagslegum aðstæðum, meðal annars fyrir framan ráðhús Reykjavíkur. Hægt er að skoða fleiri myndir hér fyrir ofan.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira