Erlent

Þjóðhetja enn á gjörgæslu

Nelson Mandela berst hetjulega fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Pretoríu, höfuðborg Suður-Afríku
Nelson Mandela berst hetjulega fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Pretoríu, höfuðborg Suður-Afríku

Nelson Mandela hefur verið í gjörgæslu síðan hann var fluttur á sjúkrahús í Pretoríu, höfuðborg Suður-Afríku, á laugardag í kjölfar sýkingar í lungum. Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, segir Mandela nú bregðast betur við meðferð lækna en áður. Zuma segist ánægður með framfarir þjóðhetjunnar eftir erfiða daga í mikilli óvissu um heilsu hans.

Fjölskylda Mandela þakkaði sýnda umhyggju og kom fram í fréttayfirlýsingu að ættingjar hans væru djúpt snortnir. Kona Mandela, dætur hans og tvö barnabörn heimsóttu hann í dag, miðvikudag. Zuma forseti sagði nóbelsverðlaunahafann og þjóðhetjuna vera að berjast fyrir lífi sínu af krafti og að læknar hans stæðu sig vel. Hann biður þjóðina og fólk um allan heim að halda áfram að biðja fyrir sjúklingnum.  

Í dag eru 49 ár síðan Mandela var dæmdur til fangelsisvistar. Hann var fangi í 27 ár og er talið að sýkingin sem hann berst nú við sé bein afleiðing af þeirri fangelsisdvöl.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×