Erlent

Eyðilögðu 200 milljón ára gamla bergmyndun

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Þrír menn gætu átt yfir höfði sér kæru eftir að þeir eyðilögðu 200 milljón ára bergmyndun í þjóðgarði í Utah, í Bandaríkjunum. Í þjóðgarðinum Goblin Valley er mikið um bergmyndun sem myndaðist á Júra-tímabilinu.

Þessir þrír menn hefðu líklega komist upp með athæfi sitt en það var áður en þeir birtu myndband af sér við skemmdaverkið á Youtube. Þeir hafa verið harðlega gagnrýndir á samfélagsmiðlum og íhuga yfirvöld nú að sækja þá til saka.

Stjórnendur þjóðgarðsins segja athæfið skelfilegt. Mennirnir ýttu steini sem hafði mótast á síðstu 200 milljón árum úr upphaflegri stöðu sinni. Mennirnir eru nú úthrópaðir hálfvitar og skemmdarvargar á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×