Erlent

Al-Liby á leið til Bandaríkjanna

Abu Anas al-Liby
Abu Anas al-Liby
Líbíumaðurinn Abu Anas al-Liby, sem bandaríska leyniþjónustan handtók úti á götu í Líbíu á dögunum, er á leið til Bandaríkjanna.

Fréttastofa BBC greinir frá því að maðurinn, sem sagður er vera í nánum tengslum við Al Kaída hryðjuverkasamtökin og sakaður um að hafa staðið að sprengjuárásunum á Bandarísk sendiráð í Afríku árið 1998, sé um borð í skipi flotans og á leið til New York, en þar var hann ákærður fyrir þátt sinn í sprengjuárásunum.

Búist er við því að hann verði færður fyrir dómara í borginni síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×