Erlent

Öflugur jarðskjálfti á Fillippseyjum

Frá Filippseyjum
Frá Filippseyjum
Að minnsta kosti þrjátíu og tveir eru látnir eftir að öflugur jarðskjálfti, sem mældist um 7,2 stig reið yfir Fillippseyjar í nótt.

Upptök skjálftans urðu undir eyjunni Bohol sem er vinsæll ferðamannastaður.

Fregnir hafa borst af byggingum sem hrundu en skjálftinn var rétt eftir miðnætti á íslenskum tíma og segja yfirvöld að flestir hinna látnu hafi verið í borginni Cebu, sem er með helstu borgum landsins.

Óttast menn að tala látinna eigi eftir að hækka en erfiðlega hefur gengið að ná sambandi við sum svæðin sem urðu illa úti í skjálftanum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×