Erlent

151 barn hefur látist í Aleppo í Sýrlandi á hálfum mánuði

Samúel Karl Ólason skrifar
Íbúar Aleppo virða fyrir sér rústir bygginga sem urðu fyrir sprengitunna.
Íbúar Aleppo virða fyrir sér rústir bygginga sem urðu fyrir sprengitunna. Mynd/AP
Tunnur, fylltar af sprengiefnum og kastað úr flugvélum, hafa ollið 517 dauðsföllum í norðurhluta Aleppo í Sýrlandi frá 15. desember. Þessu er haldið fram af bresku mannréttindasamtökunum Syrian Observatory for Human Rights og sagt er frá málinu á vef BBC.

Samtökin segja að meðal þeirra látnu séu 151 barn og 46 konur og eru árásirnar gerðar á svæði uppreisnarmanna í Sýrlandi. Tunnurnar eru meðal annars fylltar af sprengiefnum, eldsneyti og nöglum.

Samtökin Læknar án landamæra segja árásirnar hafa yfirfyllt sjúkraþjónustu í Aleppo sem þegar hafi verið mikið álag á, en nokkur sjúkrahús í borginni hafa skemmst eða eyðilagst í átökunum. Að líkum hafi verið raðað upp fyrir utan sjúkrahús þar sem ættingjar þurfi að nálgast þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×