Erlent

Fimmtíu tonna flikki faldi sig undir bátnum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hvalurinn er talinn vega um fimmtíu tonn.
Hvalurinn er talinn vega um fimmtíu tonn.
Þessi magnaða ljósmynd náðist af fimmtíu tonna hval af gerðinni sunnan sléttbakur (Eubalena australis) sem faldi sig undir hvalaskoðunarbát í Argentínu á dögunum.

Ljósmyndarinn Justin Hoffman var í sjónum skammt frá og náði þessari ótrúlegu en ógnvekjandi mynd, sem tekin var skammt frá Valdes-skaganum.

Í samtali við Daily Mail segist Hoffman hafa verið nokkuð smeykur í fyrstu en smám saman hafi hann vanist nærveru hvalsins, og hvalurinn honum.

Fleiri myndir af þessari flennistóru skepnu má sjá á vef Daily Mail.

Ljósmyndarinn fór á endanum nær hvalnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×