Erlent

Heimilislausum fækkar hratt í Utah

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/EPA
Langvarandi heimilisleysi í Utahríki í Bandaríkjunum hefur lækkað um 78% á síðustu átta árum. Um 2000 einstaklingar hafa verið færðir af götunum og ef áfram heldur sem lætur, verður búið að uppræta heimilisleysi árið 2015.

Frá þessu er sagt á heimasíðunni NationSwell.

Ríkið vinnur eftir tíu ára áætlun og hefur gefið heimilislausum íbúð með engum skilyrðum. Árið 2005 var reiknað út að árlegur kostnaður við sjúkrahúsferðir og gistingar heimilislausra í fangageymslum var 16.670 dollarar eða tæplega 200.000 krónur.

Kostnaðurinn við að útvega heimilislausum íbúð og félagsráðgjafa er aftur á móti um 11.000 dalir eða tæplega 130.000 krónur. Hver sá sem fær íbúð vinnur svo með félagsráðgjafa að því að verða sjálfum sér nægur, en ef það mistekst fá þeir samt að halda íbúðinni.

Önnur ríki í Bandaríkjunum vinna nú að því að taka upp stefnu Utah.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×