Ekkjan vill ekki kæra: „Við erum öll mannleg og getum gert mistök“ Hrund Þórsdóttir skrifar 21. desember 2013 20:00 Guðmundur Már Bjarnason lést þriðja október á síðasta ári, vegna læknamistaka á gjörgæsludeild Landspítalans. Við heimsóttum Ingveldi Sigurðardóttur, ekkju hans, í dag. Það tekur eðlilega á Ingveldi að rifja atburðina upp. „Hann var algjört gull. Það væri ekki hægt að finna betri mann. Óskaplega hlýr og góður og bara einstakur maður,“ segir hún um Guðmund. Hann var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar áfallið dundi yfir. Á næstu vikum kemur í ljós hvort hjúkrunarfræðingur sem sinnti Guðmundi verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna mistaka í starfi. Ef svo fer verður það í fyrsta skipti sem slík ákæra er gefin út á starfsmann í íslenskri heilbrigðisþjónustu og óttast framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar á Landspítalanum að slíkt myndi draga úr öryggismenningu á spítalanum og letja starfsmenn í að viðurkenna mistök. Finnst þér að það eigi að kæra þennan hjúkrunarfræðing sem um ræðir? „Nei, það tel ég ekki. Við erum öll mannleg og getum gert mistök og vonandi lærum við bara af þeim. Ég vil ekki að það verði farið illa með þessa blessuðu konu, það er ekki mitt mottó,“ segir Ingveldur. Guðmundur átti þrjú börn og þau eru á sama máli og Ingveldur. „Enda fáum við hann ekki aftur, þótt blessuð konan verði ákærð. Það er heldur ekki á okkar valdi því það var spítalinn sem kærði þetta í upphafi. En ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ Ingveldur segir lítið hægt að gera í málinu annað en að greiða skaðabætur og þær hyggst hún fara fram á. Hún telur að rétt hafi verið brugðist við eftir að mistökin komust upp. „Svo hef ég verið í sambandi við djáknann þarna á spítalanum og hún hefur hjálpað mér heilmikið. Yndisleg kona. Ég er þakklát fyrir allt sem ég hef fengið og það eina sem ég er að gera er að halda lífinu áfram. Og reyna að lifa því skemmtilega,“ segir hún að lokum. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Guðmundur Már Bjarnason lést þriðja október á síðasta ári, vegna læknamistaka á gjörgæsludeild Landspítalans. Við heimsóttum Ingveldi Sigurðardóttur, ekkju hans, í dag. Það tekur eðlilega á Ingveldi að rifja atburðina upp. „Hann var algjört gull. Það væri ekki hægt að finna betri mann. Óskaplega hlýr og góður og bara einstakur maður,“ segir hún um Guðmund. Hann var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar áfallið dundi yfir. Á næstu vikum kemur í ljós hvort hjúkrunarfræðingur sem sinnti Guðmundi verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna mistaka í starfi. Ef svo fer verður það í fyrsta skipti sem slík ákæra er gefin út á starfsmann í íslenskri heilbrigðisþjónustu og óttast framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar á Landspítalanum að slíkt myndi draga úr öryggismenningu á spítalanum og letja starfsmenn í að viðurkenna mistök. Finnst þér að það eigi að kæra þennan hjúkrunarfræðing sem um ræðir? „Nei, það tel ég ekki. Við erum öll mannleg og getum gert mistök og vonandi lærum við bara af þeim. Ég vil ekki að það verði farið illa með þessa blessuðu konu, það er ekki mitt mottó,“ segir Ingveldur. Guðmundur átti þrjú börn og þau eru á sama máli og Ingveldur. „Enda fáum við hann ekki aftur, þótt blessuð konan verði ákærð. Það er heldur ekki á okkar valdi því það var spítalinn sem kærði þetta í upphafi. En ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ Ingveldur segir lítið hægt að gera í málinu annað en að greiða skaðabætur og þær hyggst hún fara fram á. Hún telur að rétt hafi verið brugðist við eftir að mistökin komust upp. „Svo hef ég verið í sambandi við djáknann þarna á spítalanum og hún hefur hjálpað mér heilmikið. Yndisleg kona. Ég er þakklát fyrir allt sem ég hef fengið og það eina sem ég er að gera er að halda lífinu áfram. Og reyna að lifa því skemmtilega,“ segir hún að lokum.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira