Erlent

Múslimar þurfa ekki að afgreiða áfengi hjá Marks & Spencer

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
erslunarkeðjan Tesco mun taka á málunum ef og þegar þau koma upp.
erslunarkeðjan Tesco mun taka á málunum ef og þegar þau koma upp.
Verslunarkeðjan Marks & Spencer í Bretlandi hefur ákveðið að múslimar sem starfa hjá verslununum þurfi ekki að afgreiða viðskiptavini um áfengi eða svínakjöt. Þetta kemur fram hjá Daily Mail.

Þeir viðskiptavinir sem hyggjast kaupa slíka vöru verða að færa sig á annan búðarkassa lendi þeir á starfsmanni sem neitar að afgreiða þá.

Verslunarkeðjan Sainsbury´s hefur ákveðið að fara þveröfuga leið og segir starfsmönnum sínum að þrátt fyrir að þeir vilji ekki neyta áfengis eða svínakjöts geti þeir afgreitt aðra um vörurnar.

Hjá verslunarkeðjunni Asda hefur ákveðið að þeir múslimar sem ekki vilja það þurfi ekki að afgreiða slíkar vörur.

Verslunarkeðjan Tesco mun taka á málunum ef og þegar þau koma up




Fleiri fréttir

Sjá meira


×