Erlent

Flugvél rakst á flugstöðvarbyggingu

Úr myndasafni
Úr myndasafni
Fjórir slösuðust þegar vængur Boeing 747 farþegaþotu á vegum British Airways rakst á flugstöðvarbyggingu í Jóhannesarborg í Suður Afríku í gær.

Tvö hundruð farþegar voru um borð í vélinni sem var á leið út á flugbraut þegar slysið átti sér stað. Talið er að flugmenn vélarinnar hafi farið ranga leið með fyrrgreindum afleiðingum. Þeir sem slösuðust voru allir staddir í flugstöðvarbyggingunni en farþegana sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×