Erlent

Tíu nýir ráðherrar kynntir til sögunnar í Tyrklandi

Recep Erdogan forsætisráðherra Tyrklands
Recep Erdogan forsætisráðherra Tyrklands
Recep Erdogan forsætisráðherra Tyrklands hefur ákveðið að gera róttækar breytingar á ráðherraskipan ríkisstjórnar landsins til að bregðast við ásökunum um spillingu og peningaþvætti.

Þrír ráðherrar sögðu af sér í vikunni vegna málsins en þeir hafa hinsvegar allir neitað sök. Tíu nýir ráðherrar munu taka sæti í ríkisstjórn landsins samkvæmt tilkynningu sem Erdogan sendi frá sér í gær.

Stjórnmálaspekingar telja með þessu sé Erdogan að reyna að róa mótmælendur sem hafa krafist þess að ríkisstjórnin segi af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×