Erlent

Fræg leikkona berst gegn dýraníði

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Munn segir engar refsingar í Kína fyrir þessar misþyrmingar.
Munn segir engar refsingar í Kína fyrir þessar misþyrmingar.
Leikkonan Olivia Munn, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt sem fréttakonan Sloan Sabbith í þáttunum The Newsroom , vekur athygli á dýraníði í upprunalandi sínu Kína í nýju myndbandi frá dýraverndarsamtökunum PETA.

Munn segir í myndbandinu að hún sé stolt af kínverskum uppruna sínum og þar af leiðandi hafi það sært hana að komast að því hversu illa sé farið með loðdýr í landinu.

Engin refsing sé til staðar fyrir þessar misþyrmingar.

Hún biður fólk að horfa á myndbandið og sjá þessa skelfilegu meðferð dýranna, en stærstur hluti loðfelda sem gengur kaupum og sölum í heiminum kemur frá Kína.

Myndbandið sýnir skelfilega meðferð á dýrunum, þau eru barin, kyrkt og fláð lifandi.

Myndbandið má sjá á þessari slóð, en varað skal við að það er sláandi og ekki fyrir viðkvæma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×