Erlent

Meðlimur Pussy Riot hvetur fólk til að sniðganga Ólympíuleikana

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/AFP

Nadejda Tolokonnikova, meðlimur Pussy Riot sem látin var úr haldi í fyrr í mánuðinum sagði á blaðamannafundi í dag að þeir sem hygðust sækja Vetrarólympíuleikana  væru með því að lýsa yfir velþóknun sinni á hinu pólitíska ástandi sem hún segir ríkja í Rússlandi. Á hún þar við skoðanakúgun og fleira.



Vetrarólympíuleikarnir verða haldnir í Sochi í Rússlandi í febrúar á næsta ári. Nadejda var látin laus ásamt María Aljokína. Þær voru dæmdar ásamt þeirri þriðju, Jekaterína Samúsevitsj, í tveggja ára fangelsi í ágúst árið 2012 fyrir óeirðir þegar þær héldu pönkmessu í febrúar sama ár.



Nadejda og María voru náðaðar og látnar lausar úr fangelsi fyrr í desember. Nadejda segir það ekki af mannúðarástæðum sem þær og fleiri hafi verið látin laus. Um sé að ræða tilraun Pútíns og rússneskra yfirvalda til þess að bæta ímynd sína. Einnig hafi hann í raun neyðst til að gera þetta vegna þrýstings frá almenningi í Rússlandi og öðrum þjóðum.



Hún segir alla þá sem mæta á Ólympíuleikana þar með styðja Pútín enda séu leikarnir einskonar gæluverkefni hans.



Fólkið hafi aðeins fengið frelsi sitt á nú í tilraun Pútíns og rússneskra yfirvalda til þess að bæta ímynd sína. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×