Þjóðarleiðtogar smella af sjálfsmyndum á snjallsíma Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 10. desember 2013 21:32 mynd/Getty Barack Obama Bandaríkjaforseti, David Cameron forsætisráðherra Bretlands og Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur tóku sjálfsmynd (e.selfie) af sér saman á meðan á minningarathöfn Nelson Mandela stóð. Frá þessu er meðal annars sagt á Sky News. Myndataka þjóðarleiðtoganna náðist á mynd. Þar sjást þeir Obama og Cameron halla sér upp að danska forsætisráðherranum og saman brosa þau framan í símamyndavélina. Næst Obama situr eiginkona hans, Michelle Obama, en henni virðist ekki jafn skemmt og eiginmanni hennar. Myndin af þjóðarleiðtogunum þremur hefur farið eins og eldur um sinu um internetið í dag. Margir hafa tjáð sig um myndatökuna og á Twitter má sjá að mörgum þykir hegðun leiðtoganna ekki við hæfi. Eins og fram hefur komið á Vísi hafa sjálfsmyndir á Instagram og fleiri samfélagsmiðlum lengi veirð vinsælar. Undanfarið hafa þær þó orðið óvenjulegri og nú er jafnvel orðið vinsælt að taka jarðarfararsjálfsmyndir, þar sem fólk myndar sig í jarðarförum ættingjum og vina. Orðabækur Oxford hafa tilnefnt orðið „Selfie“ eða sjálfsmynd sem orð ársins í enska tungumálinu. Rannsóknir sýna fram á að á undanförnu ári hefur notkun orðsins í rituðu máli aukist um 17.000%. Í orðabókinni frá Oxford er „selfie“ skilgreint sem ljósmynd sem einstaklingur tekur af sjálfum sér, yfirleitt með snjallsíma eða vefmyndavél og hún sett á samfélagsmiðla. Þeir miðlar munu hafa átt stóran þátt í vinsældum sjálfsmynda og aukinnar notkunar orðsins.Obama og Thorning-Schmidt slá á létta strengi í minningarathöfn Mandela.mynd/Getty Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti, David Cameron forsætisráðherra Bretlands og Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur tóku sjálfsmynd (e.selfie) af sér saman á meðan á minningarathöfn Nelson Mandela stóð. Frá þessu er meðal annars sagt á Sky News. Myndataka þjóðarleiðtoganna náðist á mynd. Þar sjást þeir Obama og Cameron halla sér upp að danska forsætisráðherranum og saman brosa þau framan í símamyndavélina. Næst Obama situr eiginkona hans, Michelle Obama, en henni virðist ekki jafn skemmt og eiginmanni hennar. Myndin af þjóðarleiðtogunum þremur hefur farið eins og eldur um sinu um internetið í dag. Margir hafa tjáð sig um myndatökuna og á Twitter má sjá að mörgum þykir hegðun leiðtoganna ekki við hæfi. Eins og fram hefur komið á Vísi hafa sjálfsmyndir á Instagram og fleiri samfélagsmiðlum lengi veirð vinsælar. Undanfarið hafa þær þó orðið óvenjulegri og nú er jafnvel orðið vinsælt að taka jarðarfararsjálfsmyndir, þar sem fólk myndar sig í jarðarförum ættingjum og vina. Orðabækur Oxford hafa tilnefnt orðið „Selfie“ eða sjálfsmynd sem orð ársins í enska tungumálinu. Rannsóknir sýna fram á að á undanförnu ári hefur notkun orðsins í rituðu máli aukist um 17.000%. Í orðabókinni frá Oxford er „selfie“ skilgreint sem ljósmynd sem einstaklingur tekur af sjálfum sér, yfirleitt með snjallsíma eða vefmyndavél og hún sett á samfélagsmiðla. Þeir miðlar munu hafa átt stóran þátt í vinsældum sjálfsmynda og aukinnar notkunar orðsins.Obama og Thorning-Schmidt slá á létta strengi í minningarathöfn Mandela.mynd/Getty
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira