Erlent

Tók sjálfsmynd með sjálfsmorðstilraun í bakgrunni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Konan vildi ekki tjá sig um málið við New York post.
Konan vildi ekki tjá sig um málið við New York post.
Kona sem tók sjálfsmynd við Brooklyn-brúna í New York rataði á forsíðu New York Post í gær, en myndin þykir ósmekkleg vegna þess að í bakgrunninum sjást björgunarmenn koma karlmanni í sjálfsmorðshugleiðingum til bjargar á brúnni.

Ljósmyndin á forsíðunni er reyndar af konunni að taka mynd, en ekki myndin sjálf, en New York Post þykist greina glott á vörum konunnar.

Hún vildi ekki tjá sig um málið, en sjálfsmyndir á Instagram og fleiri samfélagsmiðlum hafa lengi verið vinsælar. Undanfarið hafa þær orðið óvenjulegri, og má þar nefna jarðarfararsjálfsmyndir, þar sem fólk myndar sig í jarðarförum vina og ættingja.

Björgunarmenn náðu á endanum að koma manninum af brúnni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×