Erlent

Sextán féllu í óeirðum í Kína

Mynd/EPA
Sextán eru sagðir hafa fallið í átökum í kínverska héraðinu Xinjang, í vesturhluta landsins. Atburðurinn átti sér stað í þorpinu Kashgar og segja fjölmiðlar að átök hafi blossað upp þegar lögregla hugðist handtaka nokkra menn í þorpinu.

Ráðist hafi verið á lögregluna með hnífum og sprengjum og féllu tveir lögreglumenn og fjórtán þorpsbúar. Í héraðinu búa Úígúrar, minnihlutahópur múslima  sem lengi hefur barist fyrir sjálfsstjórn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×