Erlent

Ævisaga Brands bönnuð í Guantanamo

Ævisaga grínistans og Íslandsvinarins Russel Brands hefur verið bönnuð í fangelsinu í Guantanamo Bay. Einn af föngunum í fangelsinu var að lesa söguna Booky Wook 2, seinni hluta af æviminningum Brands, þegar fangaverðir tóku hana af honum. Ævisagan var síðan sett á lista yfir bækur sem þykja óviðeigandi fyrir fangana.

Maðurinn sem var að lesa Booky Wooky 2 heitir Shaker Aamer og er 44 ára Sádi sem hefur verið haldið í fangelsinu í tólf ár án ákæru. Hann var handtekinn í Kabúl, í Afganistan, árið 2001. Hann hefur ekki fengið að hitta konu sína og dóttur á þeim tíma en þær hafa verið búsettar í London.

„Mér skilst að Brand hafi notað of mörg dónalega orð,“ sagði Amer. „Það er svolítið skondið: að bandaríska hernum sé svo annt um mig að þeir vilji vernda mig fyrir blótsyrðum."

Meðal þeirra bóka sem eru þó leyfðar í Guantanmo eru 1984 eftir George Orwell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×