Erlent

Þrír látnir eftir skotárás í Svíþjóð

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Þrír eru látnir eftir árás í bænum Södertalje.
Þrír eru látnir eftir árás í bænum Södertalje.
Þrír eru látnir eftir árás í bænum Södertalje sem er rétt fyrir utan Stokkhólm í Svíþjóð.

Sænska lögreglan hefur staðfest við Aftonbladet að þrír hafi fundist látnir í íbúð einni í bænum og hefur hún hafið morðrannsókn á málinu.

Hún hefur ekki gefið út kyn eða aldur fórnarlambanna né heldur hvaða vopn voru notuð við árásina.

Fjöldi lögreglumanna er á staðnum og hefur Aftonbladet heimildir fyrir því að um skotárás hafi verið að ræða.

Málið var tilkynnt til lögreglu um klukkan eitt á íslenskum tíma en enginn mun hafa verið handtekinn í tengslum við málið.

Uppfært:

Um er að ræða tvær konur og einn karlmann sem létust í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×