Erlent

Vill brenna alla samkynhneigða lifandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Ivan Okhlobystin, leikari og leikstjóri.
Ivan Okhlobystin, leikari og leikstjóri. Mynd/AP
Leikarinn sem heitir Ivan Okhlobystin, sem þekktastur er fyrir að hafa tilkynnt fyrir tveimur árum að hann ætlaði að bjóða sig fram sem forseta Rússlands, sagði að allt samkynhneigt fólk ætti að brenna lifandi.

Frá þessu er sagt á vef Guardian.

„Ég vil setja allt samkynhneigt fólk í ofn,“ sagði Okhlobystin og líkti hann samkynhneigð einnig við fasisma. Hann var einu sinni prestur í rétttrúnaðarkirkjunni og hefur áður sagt: „Þetta er Sódóma og Gómórra. Sem trúuð manneskja, get ég ekki verið áhugalaus um samkynhneigð því hún er raunveruleg ógn við börnin mín.“

Okhlobystin hefur staðfest þessi ummæli á Twitter og sagði: „Allir hafa rétt á að tjá sína skoðun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×