Erlent

Páfinn styður brjóstagjöf á almannafæri

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frans I er nútímalegri en forverar sínir.
Frans I er nútímalegri en forverar sínir. mynd/getty
Frans páfi hefur vakið athygli fyrir töluvert frjálslyndari viðhorf en forverar sínir í ýmsum málum. Nú hefur páfi tjáð sig um brjóstagjöf kvenna á almannafæri, en skiptar skoðanir eru á þeim.

Í viðtali við dagblaðið La Stampa segir páfi að konur eigi ekki að skammast sín fyrir að gefa börnum sínum brjóst þegar þau eru svöng. Segir hann frá ávarpi sínu í síðustu viku þar sem meðal áheyrenda var ung móðir með nokkurra mánaða gamalt barn.

Barnið grét og þegar páfi kom að konunni sagði hann henni að það hlyti að vera svangt. Konan svaraði því að líklega væri það rétt og þá bað páfi konuna um að gefa barni sínu að borða. Páfi segir konuna hafa verið feimna og ekki hafa viljað gefa barninu brjóst á almannafæri. Þá segir hann vilja segja það sama við mannkynið: „Gefið fólki að borða“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×