Erlent

Dæmdir fyrir að myrða hermann í Englandi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Michael Adebojalo og Michael Adebowale.
Michael Adebojalo og Michael Adebowale.
Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið sakfelldir fyrir að myrða breska hermanninn Lee Rigby í Woolwich-hverfi Lundúna í maí.

Þeir Michael Adebojalo og Michael Adebowale voru hins vegar sýknaðir af tilraun til að myrða lögreglumenn á vettvangi. Sögðust þeir ekki hafa reynt að myrða lögreglumenn, heldur reyndu þeir að láta lögregluna skjóta sig. Þannig vildu þeir verða píslarvottar.

Báðir urðu fyrir skotum frá lögreglumönnum en létust ekki.

Við réttarhöldin kom meðal annars fram að Rigby hefði nánast verið afhöfðaður í árásinni og tók það kviðdóminn aðeins eina og hálfa klukkustund að komast að niðurstöðu.

Að minnsta kosti annar hinna sakfelldu hefur lýst yfir stuðningi sínum við hryðjuverkasamtökin al-Kaída. „Ég elska þá. Þeir eru bræður mínir,“ sagði Adebolajo við réttarhöldin. „Ég hef aldrei hitt þá en ég lít á þá sem bræður í Íslam.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×