Innlent

Nágranni byssumannsins: „Var svo hrædd að ég vildi ekki vekja börnin“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Agniezka var á leið með börnin í skólann þegar Vísi bar að garði.
Agniezka var á leið með börnin í skólann þegar Vísi bar að garði.
Íbúum við Hraunbæ er brugðið eftir skothríð sem varð þar á sjöunda tímanum í morgun. Búið er að aflétta lokun sem var í stórum hluta hverfisins, en íbúar voru fluttir í Árbæjarkirkju.

Agniezka býr við Hraunbæ 16, en hún vaknaði við skothríðina í morgun. „Ég vaknaði við þetta í morgun en ég var svo hrædd að ég vildi ekki vekja börnin,“ segir Agniezka, en hún var á leið með börnin í skólann þegar Vísi bar að garði.

Oddný Vestmann býr einnig við Hraunbæ og segist hún í samtali við Vísi að hún hafi byrjað að heyra hávaða um þrjúleytið í nótt.

„Ég vissi ekki hvað það var. Ég hélt þetta væri partý eða eitthvað. Það voru engin brjálæðisleg læti eða djöfulgangur en greinilega eitthvað í gangi. Svo seinna, líklega klukkan fimm eða sex í morgun, fór ég að heyra mikinn umgang á bak við húsið. Sýndist á öllu að þetta væri víkingasveit eða allavega lögreglan. Svo upphófst þessi skothríð.“

Oddnýju segist vera brugðið en að hún eigi góða að og nágrannarnir hafi á endanum sótt sig.


Tengdar fréttir

Umsátursástand í Árbæ - skotið á lögreglumenn

Umsátursástand er í Árbæjarhverfi í Reykjavík þar sem maður virðist hafa skotið af byssu. Allt tiltækt lið lögreglu er á staðnum og hefur verið opnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir íbúa á svæðinu sem hafa verið látnir yfirgefa heimili sín. Maðurinn virðist staddur í blokk í Hraunbænum. Stóru svæði í hverfinu hefur verið lokað.

Myndband: Lögreglumenn skjóta á íbúð mannsins

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá sérsveitarmenn frá lögreglunni þegar aðgerðin í Árbæ stóð sem hæst. Meðal annars sést hvar lögreglumenn skjóta að því er virðist reyk- eða táragassprengjum inn í íbúð mannsins sem hafði lokað sig af í íbúð sinni.

Byssumaðurinn á Landspítalanum

Maðurinn sem var yfirbugaður í Árbænum í morgun liggur nú á Landspítalanum. Upplýsingar um líðan hans fást ekki að svo stöddu, að sögn vakthafandi læknis. Hann staðfestir þó í samtali við fréttastofu að hann sé á spítalanum. Nágrannar segja líklegt að maðurinn sé særður, þar sem blóð sjáist á vettvangi.

Búið að yfirbuga manninn

Búið er að yfirbuga manninn sem skaut af byssu við Árbæ í morgun og er búið að aflétta lokun sem var í stórum hluta hverfisins. Lögreglan tilkynnti íbúum sem höfðu verið fluttir í Árbæjarkirkju þetta nú fyrir skömmu. Ekki er vitað hvort maðurinn sé særður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×