Innlent

Umsátur í Árbæ: Myndir frá aðgerðum lögreglu í morgun

Lögreglumenn sem komu að málinu hafa fengið áfallahjálp frá sálfræðingi lögreglunnar.
Lögreglumenn sem komu að málinu hafa fengið áfallahjálp frá sálfræðingi lögreglunnar. myndir/pjetur
Byssumaðurinn í Hraunbænum lét skotum rigna yfir sérsveitarmenn lögreglunnar þegar þeir gerðu tilraun til að ryðjast inn í íbúðina. Maðurinn hitti einn sérsveitarmann í höfuðið og skotin flugu framhjá höfðum annarra. Lögreglan skaut þá manninn og yfirbugaði.

Maðurinn lést af sárum sínum á bráðamóttöku, en það hefur aldrei gerst áður á Íslandi að maður falli fyrir skoti í átökum við lögregluna.

Milli 15 til 20 lögreglumenn komu að málinu og síðan sérsveitarmenn að auki. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Vísis.

Þetta er í fyrsta sinn sem maður deyr af völdum skotvopna í átökum við lögreglu.mynd/pjetur
Lögreglan segir íbúa hafa verið í mikilli hættu meðan á þessu stóð.mynd/pjetur
Ekki hægt að upplýsa um af hversu mörgum skotum var hleypt í íbúðinni, hvorki af hendi lögreglu eða mannsins.mynd/pjetur
Maðurinn lést af skotsárum skömmu eftir komuna á bráðamóttöku Landspítalans.mynd/pjetur
Stefán Eiríksson segir að fyrsta tilkynningin hafi borist klukkan þrjú.mynd/pjetur
Ákveðið var að ráðast inn þegar maðurinn hóf að skjóta út um glugga íbúðarinnar.mynd/pjetur

Tengdar fréttir

Skotum rigndi yfir sérsveitarmenn - hitti einn í höfuðið

Byssumaðurinn í Hraunbænum lét skotum rigna yfir sérsveitarmenn lögreglunnar þegar þeir gerðu tilraun til að ryðjast inn í íbúðina. Lögreglan harmar atburðinn og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins.

Íbúi við Hraunbæ: Heyrði um fimmtíu skot

„Það voru fjörutíu löggur fyrir utan. Ég hafði engar áhyggjur af þessu,“ segir íbúi við Hraunbæ, þar sem lögregla yfirbugaði byssumann í morgun.

Umsátursástand í Árbæ - skotið á lögreglumenn

Umsátursástand er í Árbæjarhverfi í Reykjavík þar sem maður virðist hafa skotið af byssu. Allt tiltækt lið lögreglu er á staðnum og hefur verið opnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir íbúa á svæðinu sem hafa verið látnir yfirgefa heimili sín. Maðurinn virðist staddur í blokk í Hraunbænum. Stóru svæði í hverfinu hefur verið lokað.

Myndband: Lögreglumenn skjóta á íbúð mannsins

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá sérsveitarmenn frá lögreglunni þegar aðgerðin í Árbæ stóð sem hæst. Meðal annars sést hvar lögreglumenn skjóta að því er virðist reyk- eða táragassprengjum inn í íbúð mannsins sem hafði lokað sig af í íbúð sinni.

Búið að yfirbuga manninn

Búið er að yfirbuga manninn sem skaut af byssu við Árbæ í morgun og er búið að aflétta lokun sem var í stórum hluta hverfisins. Lögreglan tilkynnti íbúum sem höfðu verið fluttir í Árbæjarkirkju þetta nú fyrir skömmu. Ekki er vitað hvort maðurinn sé særður.

„Hann er að koma út“

Nágrannar byssumannsins í Hraunbæ fylgdust með þegar sjúkrabílar fluttu hann á brott.

Skaut tvo lögreglumenn

Einn lögreglumaður særðist í aðgerðum lögreglunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra í Hraunbæ í Árbæ í morgun. Hinn slapp með skrekkinn.

Árbæjarkirkja veitti 10 manns áfallahjálp

"Það er óhætt að segja að þetta hafi verið óvenjulegt morgunverk og óskemmtilegt,“ segir sóknarprestur í Árbæjarkirkju sem tók á móti íbúum í stigagangi byssumannsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×