Innlent

„Hann tók bara Rambó á þetta“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lögregla yfirbugaði byssumanninn en aðgerðum á vettvangi er ekki lokið.
Lögregla yfirbugaði byssumanninn en aðgerðum á vettvangi er ekki lokið. mynd/pjetur
Íbúi við Hraunbæ lýsir því hvernig lögreglan yfirbugaði byssumann í morgun, en þar varð umsátur þegar maður skaut af byssu í blokk.

„Þetta voru alveg nokkur skot í smá tíma þar til lögreglan kom,“ segir konan í samtali við Vísi, og segir hún lögreglumenn hafa falið sig á bak við jeppa og byrjað að skjóta inn um glugga.

Konan sá inn um glugga á svefnherbergi mannsins þar sem hann lagðist í rúm með byssu.mynd/pjetur
„Ég var inni í herbergi, þá var hann hlaupandi um íbúðina í stofunni og eldhúsinu með byssuna. Hann byrjaði að skjóta á lögregluna og skýtur á bílinn, en þá fór þjófavörnin í gang. Svo skjóta þeir táragasi og íbúðin fylltist af reyk.“

Konan sá inn um glugga á svefnherbergi mannsins þar sem hann lagðist í rúm með byssuna.

„Hann tók bara Rambó á þetta, bara með risabyssu, sest upp í rúminu og byrjar að skjóta og leggst svo niður aftur. Síðan hringir lögreglan í mig og ég segi að hann sé í öðru herbergi og þá skjóta þeir einhverju uniti þarna inn og kemur bara sprenging. Síðan skilst mér að hann hafi farið fram á gang og verið tekinn þar, dreginn niður á börur. Hann fór í aðrar börurnar og byssan ábyggilega í hinar.“

Var maðurinn særður?

„Hann var særður. Já já, hann var særður.“

Blóði drifin slóð að inngangi blokkarinnar.mynd/pjetur
Lögrela lokaði svæðinu og íbúar voru fluttir á brott.mynd/pjetur


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×