„Manni dettur fyrst í hug að byssan hafi verið þýfi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2013 23:00 Byssur eru til sölu á vefsíðunni bland.is Mynd/Skjáskot „Þegar menn kaupa sér byssur þurfa þeir ávallt að fylla út tilskilda pappíra og fara með til lögreglunar, hvort sem það er í verslun eða á vefsíðum,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, í samtali við Vísi. Á vefsíðunni Bland.is er mikið um að menn séu að selja skotvopn en umræðan um byssuleyfi hefur verið hávær eftir atburði gærdagsins þegar lögreglan varð manni að bana í Árbænum eftir skotbardaga. Maðurinn hafði glímt við geðræn veikindi lengi og er talið fullvíst að hann hafi ekki verið með byssuleyfi. „Þegar yfirvöld hafa gengið úr skugga um að öll leyfi séu tilskild, þá fyrst færðu skotvopnið afhent.“ „Lögregluyfirvöld hafa alltaf milligöngu þegar um sölu á skotvopnum er annarsvegar. Í dag hafa nánast allar byssur verið skráðar á Íslandi en ákveðið átak var hjá lögreglunni á sínum tíma um skráningar á skotvopnum og þá var sérstök áhersla lögð á dánarbú.“ „Manni dettur fyrst í hug að byssan sem maðurinn hafði undir höndum í Hraunbæ hafi verið þýfi og þekkist það alveg að byssum sé stolið.“ „Það hefur legið fyrir frumvarp á Alþingi að nýjum skotvopnalögum síðan 2008 og hefur það ekki enn verið afgreitt, en við hjá Skotvís höfum lagt mikla áherslu á að koma því í gegn. Þar kemur meðal annars fram að allir byssueigendur þurfa að vera með sín skotvopn inn í læstum skáp, en eins og staðan er í dag þarf maður aðeins að læsa byssur inn í sérstökum skáp ef um þrjár eða fleiri er að ræða.“ „Í dag hefur í raun lögreglan ekki heimild til að taka byssu af einstaklingi sem hefur brotið ítrekað af sér en það kemur skýrt fram í frumvarpinu frá árinu 2008 að lögreglan hafi ákveðna heimild til að fjarlægja skotvopn af einstaklingi sem hefur komist í kast við lögin.“ „Mjög faglegur samráðshópur samdi umrætt frumvarp á sínum tíma og þykir það virkilega vel heppnað og óumdeilt.“ „Lögreglan fylgist vel með sölum á skotvopnum sem fara fram í gegnum síður eins og bland.is og því tel ég það ólíklegt að þessi umræddi einstaklingur hafi keypt vopnið á slíkri síðu, en það er of algengt að skotvopnum sé stolið og það er vandamál.“ Elvar Árni Lund er formaður Skotvís, skotveiðifélag Íslands. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Þegar menn kaupa sér byssur þurfa þeir ávallt að fylla út tilskilda pappíra og fara með til lögreglunar, hvort sem það er í verslun eða á vefsíðum,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, í samtali við Vísi. Á vefsíðunni Bland.is er mikið um að menn séu að selja skotvopn en umræðan um byssuleyfi hefur verið hávær eftir atburði gærdagsins þegar lögreglan varð manni að bana í Árbænum eftir skotbardaga. Maðurinn hafði glímt við geðræn veikindi lengi og er talið fullvíst að hann hafi ekki verið með byssuleyfi. „Þegar yfirvöld hafa gengið úr skugga um að öll leyfi séu tilskild, þá fyrst færðu skotvopnið afhent.“ „Lögregluyfirvöld hafa alltaf milligöngu þegar um sölu á skotvopnum er annarsvegar. Í dag hafa nánast allar byssur verið skráðar á Íslandi en ákveðið átak var hjá lögreglunni á sínum tíma um skráningar á skotvopnum og þá var sérstök áhersla lögð á dánarbú.“ „Manni dettur fyrst í hug að byssan sem maðurinn hafði undir höndum í Hraunbæ hafi verið þýfi og þekkist það alveg að byssum sé stolið.“ „Það hefur legið fyrir frumvarp á Alþingi að nýjum skotvopnalögum síðan 2008 og hefur það ekki enn verið afgreitt, en við hjá Skotvís höfum lagt mikla áherslu á að koma því í gegn. Þar kemur meðal annars fram að allir byssueigendur þurfa að vera með sín skotvopn inn í læstum skáp, en eins og staðan er í dag þarf maður aðeins að læsa byssur inn í sérstökum skáp ef um þrjár eða fleiri er að ræða.“ „Í dag hefur í raun lögreglan ekki heimild til að taka byssu af einstaklingi sem hefur brotið ítrekað af sér en það kemur skýrt fram í frumvarpinu frá árinu 2008 að lögreglan hafi ákveðna heimild til að fjarlægja skotvopn af einstaklingi sem hefur komist í kast við lögin.“ „Mjög faglegur samráðshópur samdi umrætt frumvarp á sínum tíma og þykir það virkilega vel heppnað og óumdeilt.“ „Lögreglan fylgist vel með sölum á skotvopnum sem fara fram í gegnum síður eins og bland.is og því tel ég það ólíklegt að þessi umræddi einstaklingur hafi keypt vopnið á slíkri síðu, en það er of algengt að skotvopnum sé stolið og það er vandamál.“ Elvar Árni Lund er formaður Skotvís, skotveiðifélag Íslands.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira