„Manni dettur fyrst í hug að byssan hafi verið þýfi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2013 23:00 Byssur eru til sölu á vefsíðunni bland.is Mynd/Skjáskot „Þegar menn kaupa sér byssur þurfa þeir ávallt að fylla út tilskilda pappíra og fara með til lögreglunar, hvort sem það er í verslun eða á vefsíðum,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, í samtali við Vísi. Á vefsíðunni Bland.is er mikið um að menn séu að selja skotvopn en umræðan um byssuleyfi hefur verið hávær eftir atburði gærdagsins þegar lögreglan varð manni að bana í Árbænum eftir skotbardaga. Maðurinn hafði glímt við geðræn veikindi lengi og er talið fullvíst að hann hafi ekki verið með byssuleyfi. „Þegar yfirvöld hafa gengið úr skugga um að öll leyfi séu tilskild, þá fyrst færðu skotvopnið afhent.“ „Lögregluyfirvöld hafa alltaf milligöngu þegar um sölu á skotvopnum er annarsvegar. Í dag hafa nánast allar byssur verið skráðar á Íslandi en ákveðið átak var hjá lögreglunni á sínum tíma um skráningar á skotvopnum og þá var sérstök áhersla lögð á dánarbú.“ „Manni dettur fyrst í hug að byssan sem maðurinn hafði undir höndum í Hraunbæ hafi verið þýfi og þekkist það alveg að byssum sé stolið.“ „Það hefur legið fyrir frumvarp á Alþingi að nýjum skotvopnalögum síðan 2008 og hefur það ekki enn verið afgreitt, en við hjá Skotvís höfum lagt mikla áherslu á að koma því í gegn. Þar kemur meðal annars fram að allir byssueigendur þurfa að vera með sín skotvopn inn í læstum skáp, en eins og staðan er í dag þarf maður aðeins að læsa byssur inn í sérstökum skáp ef um þrjár eða fleiri er að ræða.“ „Í dag hefur í raun lögreglan ekki heimild til að taka byssu af einstaklingi sem hefur brotið ítrekað af sér en það kemur skýrt fram í frumvarpinu frá árinu 2008 að lögreglan hafi ákveðna heimild til að fjarlægja skotvopn af einstaklingi sem hefur komist í kast við lögin.“ „Mjög faglegur samráðshópur samdi umrætt frumvarp á sínum tíma og þykir það virkilega vel heppnað og óumdeilt.“ „Lögreglan fylgist vel með sölum á skotvopnum sem fara fram í gegnum síður eins og bland.is og því tel ég það ólíklegt að þessi umræddi einstaklingur hafi keypt vopnið á slíkri síðu, en það er of algengt að skotvopnum sé stolið og það er vandamál.“ Elvar Árni Lund er formaður Skotvís, skotveiðifélag Íslands. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
„Þegar menn kaupa sér byssur þurfa þeir ávallt að fylla út tilskilda pappíra og fara með til lögreglunar, hvort sem það er í verslun eða á vefsíðum,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, í samtali við Vísi. Á vefsíðunni Bland.is er mikið um að menn séu að selja skotvopn en umræðan um byssuleyfi hefur verið hávær eftir atburði gærdagsins þegar lögreglan varð manni að bana í Árbænum eftir skotbardaga. Maðurinn hafði glímt við geðræn veikindi lengi og er talið fullvíst að hann hafi ekki verið með byssuleyfi. „Þegar yfirvöld hafa gengið úr skugga um að öll leyfi séu tilskild, þá fyrst færðu skotvopnið afhent.“ „Lögregluyfirvöld hafa alltaf milligöngu þegar um sölu á skotvopnum er annarsvegar. Í dag hafa nánast allar byssur verið skráðar á Íslandi en ákveðið átak var hjá lögreglunni á sínum tíma um skráningar á skotvopnum og þá var sérstök áhersla lögð á dánarbú.“ „Manni dettur fyrst í hug að byssan sem maðurinn hafði undir höndum í Hraunbæ hafi verið þýfi og þekkist það alveg að byssum sé stolið.“ „Það hefur legið fyrir frumvarp á Alþingi að nýjum skotvopnalögum síðan 2008 og hefur það ekki enn verið afgreitt, en við hjá Skotvís höfum lagt mikla áherslu á að koma því í gegn. Þar kemur meðal annars fram að allir byssueigendur þurfa að vera með sín skotvopn inn í læstum skáp, en eins og staðan er í dag þarf maður aðeins að læsa byssur inn í sérstökum skáp ef um þrjár eða fleiri er að ræða.“ „Í dag hefur í raun lögreglan ekki heimild til að taka byssu af einstaklingi sem hefur brotið ítrekað af sér en það kemur skýrt fram í frumvarpinu frá árinu 2008 að lögreglan hafi ákveðna heimild til að fjarlægja skotvopn af einstaklingi sem hefur komist í kast við lögin.“ „Mjög faglegur samráðshópur samdi umrætt frumvarp á sínum tíma og þykir það virkilega vel heppnað og óumdeilt.“ „Lögreglan fylgist vel með sölum á skotvopnum sem fara fram í gegnum síður eins og bland.is og því tel ég það ólíklegt að þessi umræddi einstaklingur hafi keypt vopnið á slíkri síðu, en það er of algengt að skotvopnum sé stolið og það er vandamál.“ Elvar Árni Lund er formaður Skotvís, skotveiðifélag Íslands.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira