„Manni dettur fyrst í hug að byssan hafi verið þýfi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2013 23:00 Byssur eru til sölu á vefsíðunni bland.is Mynd/Skjáskot „Þegar menn kaupa sér byssur þurfa þeir ávallt að fylla út tilskilda pappíra og fara með til lögreglunar, hvort sem það er í verslun eða á vefsíðum,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, í samtali við Vísi. Á vefsíðunni Bland.is er mikið um að menn séu að selja skotvopn en umræðan um byssuleyfi hefur verið hávær eftir atburði gærdagsins þegar lögreglan varð manni að bana í Árbænum eftir skotbardaga. Maðurinn hafði glímt við geðræn veikindi lengi og er talið fullvíst að hann hafi ekki verið með byssuleyfi. „Þegar yfirvöld hafa gengið úr skugga um að öll leyfi séu tilskild, þá fyrst færðu skotvopnið afhent.“ „Lögregluyfirvöld hafa alltaf milligöngu þegar um sölu á skotvopnum er annarsvegar. Í dag hafa nánast allar byssur verið skráðar á Íslandi en ákveðið átak var hjá lögreglunni á sínum tíma um skráningar á skotvopnum og þá var sérstök áhersla lögð á dánarbú.“ „Manni dettur fyrst í hug að byssan sem maðurinn hafði undir höndum í Hraunbæ hafi verið þýfi og þekkist það alveg að byssum sé stolið.“ „Það hefur legið fyrir frumvarp á Alþingi að nýjum skotvopnalögum síðan 2008 og hefur það ekki enn verið afgreitt, en við hjá Skotvís höfum lagt mikla áherslu á að koma því í gegn. Þar kemur meðal annars fram að allir byssueigendur þurfa að vera með sín skotvopn inn í læstum skáp, en eins og staðan er í dag þarf maður aðeins að læsa byssur inn í sérstökum skáp ef um þrjár eða fleiri er að ræða.“ „Í dag hefur í raun lögreglan ekki heimild til að taka byssu af einstaklingi sem hefur brotið ítrekað af sér en það kemur skýrt fram í frumvarpinu frá árinu 2008 að lögreglan hafi ákveðna heimild til að fjarlægja skotvopn af einstaklingi sem hefur komist í kast við lögin.“ „Mjög faglegur samráðshópur samdi umrætt frumvarp á sínum tíma og þykir það virkilega vel heppnað og óumdeilt.“ „Lögreglan fylgist vel með sölum á skotvopnum sem fara fram í gegnum síður eins og bland.is og því tel ég það ólíklegt að þessi umræddi einstaklingur hafi keypt vopnið á slíkri síðu, en það er of algengt að skotvopnum sé stolið og það er vandamál.“ Elvar Árni Lund er formaður Skotvís, skotveiðifélag Íslands. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
„Þegar menn kaupa sér byssur þurfa þeir ávallt að fylla út tilskilda pappíra og fara með til lögreglunar, hvort sem það er í verslun eða á vefsíðum,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, í samtali við Vísi. Á vefsíðunni Bland.is er mikið um að menn séu að selja skotvopn en umræðan um byssuleyfi hefur verið hávær eftir atburði gærdagsins þegar lögreglan varð manni að bana í Árbænum eftir skotbardaga. Maðurinn hafði glímt við geðræn veikindi lengi og er talið fullvíst að hann hafi ekki verið með byssuleyfi. „Þegar yfirvöld hafa gengið úr skugga um að öll leyfi séu tilskild, þá fyrst færðu skotvopnið afhent.“ „Lögregluyfirvöld hafa alltaf milligöngu þegar um sölu á skotvopnum er annarsvegar. Í dag hafa nánast allar byssur verið skráðar á Íslandi en ákveðið átak var hjá lögreglunni á sínum tíma um skráningar á skotvopnum og þá var sérstök áhersla lögð á dánarbú.“ „Manni dettur fyrst í hug að byssan sem maðurinn hafði undir höndum í Hraunbæ hafi verið þýfi og þekkist það alveg að byssum sé stolið.“ „Það hefur legið fyrir frumvarp á Alþingi að nýjum skotvopnalögum síðan 2008 og hefur það ekki enn verið afgreitt, en við hjá Skotvís höfum lagt mikla áherslu á að koma því í gegn. Þar kemur meðal annars fram að allir byssueigendur þurfa að vera með sín skotvopn inn í læstum skáp, en eins og staðan er í dag þarf maður aðeins að læsa byssur inn í sérstökum skáp ef um þrjár eða fleiri er að ræða.“ „Í dag hefur í raun lögreglan ekki heimild til að taka byssu af einstaklingi sem hefur brotið ítrekað af sér en það kemur skýrt fram í frumvarpinu frá árinu 2008 að lögreglan hafi ákveðna heimild til að fjarlægja skotvopn af einstaklingi sem hefur komist í kast við lögin.“ „Mjög faglegur samráðshópur samdi umrætt frumvarp á sínum tíma og þykir það virkilega vel heppnað og óumdeilt.“ „Lögreglan fylgist vel með sölum á skotvopnum sem fara fram í gegnum síður eins og bland.is og því tel ég það ólíklegt að þessi umræddi einstaklingur hafi keypt vopnið á slíkri síðu, en það er of algengt að skotvopnum sé stolið og það er vandamál.“ Elvar Árni Lund er formaður Skotvís, skotveiðifélag Íslands.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira