Innlent

Fann fyrir samsvörun með fórnarlambi skotárásarinnar í Árbæ og hótaði samskonar árás

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Maðurinn sem hafði í hótunum við lögregluna á Sauðárkróki segist hafa gripið til þeirra vegna djúpra tenginga sem hann fann fyrir við fórnarlamb lögregluumsátursins í Árbæ. Maðurinn sem glímir við geðræn veikindi iðrast mjög gjörða sinna. Afbrotafræðingur segir hermikrákuafbrot þekkta stærð. 

Lögreglan umkringdi hús við götuna Hásæti á Sauðarkróki fyrir tæpri viku síðan vegna tilkynningar húsráðanda þar um yfirvofandi skotárás.

Maðurinn sem hringdi inn með hótanirnar heitir Gunnar Valur Zophoníasson, er á miðjum aldri og hefur átt við geðrænan vanda að stríða í langan tíma. Hann sagðist vera búinn að byrgja sig upp af skotvopnum og hótaði beitingu þeirra.

Lögreglan taldi þó öryggi mannsins helst í hættu, en ekki annarra. Gunnar reyndist svo ekki hafa nein vopn og er nú aftur komin heim til sín. 

Í Kvöldfréttum stöðvar rætt við Gunnar sem segist iðrast gjörða sinna en hafa fundið fyrir mikillli samsvörum á milli sjálfs síns og mannsins sem skotin var í Árbænum af lögreglu.

Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur segir svokölluð copycat-afbrot afar þekkt í kjölfar stórra, dramatískra atburða. Þau þekkist vel á meðal jaðarhópa samfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×