Hollendingurinn Arjen Robben skoraði bæði mörk Bayern München í 2-0 sigri á Eintracht Braunschweig í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Robben skoraði bæði mörkin fyrir Bæjara í fyrri hálfleik en meistararnir hafa áfram fjögurra stiga forskot á Bayer Leverkusen á toppi deildarinnar.
Bayer vann öruggan 3-0 sigur á Nürnberg þar sem Heung-Min SOn skoraði tvö mörk og Stefan Kiessling eitt. Dortmund er í þriðja sæti, sjö stigum á eftir Bæjurum, eftir 3-1 útisigur á Mainz. Robert Lewandowski tryggði gestunum sigur með tveimur mörkum úr vítaspyrnu seint í leiknum.
Úrslit dagsins
Bayern München 2-0 Eintracht Braunschweig
Bayer Leverkusen 3-0 Nürnberg
Hoffenheim 4-4 Werder Bremen
Hertha Berlín 0-0 Augsburg
Mainz 05 1-2 Dortmund
Robben sá um sína | Úrslitin í þýska
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið







Barcelona rúllaði yfir Como
Fótbolti

Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena
Körfubolti


Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn