Mamma Eiðs Smára: Ég grét bara eins og öll mín fjölskylda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2013 20:21 Eiður Smári Guðjohnsen var í nærmynd í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem Ásgeir Erlendsson ræddi við vini hans Guðna Bergsson, Auðunn Blöndal og Pétur Marteinsson sem og móður hans Ólöfu Einarsdóttur. „Hann hefur svo sterkan karakter og er svo trúr sjálfum sér og því sem hann er að gera," lýsir móðir Eiðs Smára honum. „Ég held að það muni enginn kynnast Eið og ekki fíla hann. Hann er mikill vinur vina sinna og það er alveg sama hvort að það sé Siggi vinur minn frá Sauðárkróki eða Messi. Hann er eins við alla," sagði Auðunn Blöndal um Eið. „Hann er tilfinningavera. Hann getur verið voða hress og skemmtilegur en stundum getur hann dottið dálítið niður og verið voða leiður," sagði Guðni Bergsson sem átt sinn þátt í að hann kom út til Bolton. „Hann er frábærlega klár og með alveg einstaklega gott minni. Hann er með límheila, man öll símanúmer og öll ártöl. Ef hann heyrir texta eða horfir á bíómynd þá getur hann strax vitnað bæði í bíómyndina og textann," sagði Pétur Marteinsson, vinur Eiðs Smára síðan úr yngri landsliðinum. Ásgeir Erlendsson ræddi við þessi fjögur um Eið Smára og fór fyrir ferilinn hans. Ásgeir spurði móður hans líka sérstaklega út í kringumstæðurnar þegar Eiður Smári brotnaði niður í sjónvarpsviðtali í Króatíu í gær og tilkynnti að hann hefði líklega verið að spila sinn síðasta landsleik. „Ef þú ættir dreng sem myndi klökkna í útsendingu þá hefðir þú bara grátið og það var það sem ég gerði. Ég grét bara eins og öll mín fjölskylda. Ég hugsa bara að hálf þjóðin hafi grátið yfir þessu," sagði Ólöf Einarsdóttir. „Ég heyrði ekki í honum eftir leikinn en fékk ofsalega sætt SMS. Það stóð: Mamma, ég elska þig og nú ætlum við bara að fagna þeim árangri sem við erum búnir að ná. Við skulum ekki staldra við þetta mikið lengur," sagði Ólöf Rún. „Ég held að ég hafi tárast meira þarna en þegar ég hætti sjálfur að spila," sagði Guðni Bergsson um sjónvarpsviðtalið. Það er hægt að sjá þetta skemmtilega innslag með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var í nærmynd í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem Ásgeir Erlendsson ræddi við vini hans Guðna Bergsson, Auðunn Blöndal og Pétur Marteinsson sem og móður hans Ólöfu Einarsdóttur. „Hann hefur svo sterkan karakter og er svo trúr sjálfum sér og því sem hann er að gera," lýsir móðir Eiðs Smára honum. „Ég held að það muni enginn kynnast Eið og ekki fíla hann. Hann er mikill vinur vina sinna og það er alveg sama hvort að það sé Siggi vinur minn frá Sauðárkróki eða Messi. Hann er eins við alla," sagði Auðunn Blöndal um Eið. „Hann er tilfinningavera. Hann getur verið voða hress og skemmtilegur en stundum getur hann dottið dálítið niður og verið voða leiður," sagði Guðni Bergsson sem átt sinn þátt í að hann kom út til Bolton. „Hann er frábærlega klár og með alveg einstaklega gott minni. Hann er með límheila, man öll símanúmer og öll ártöl. Ef hann heyrir texta eða horfir á bíómynd þá getur hann strax vitnað bæði í bíómyndina og textann," sagði Pétur Marteinsson, vinur Eiðs Smára síðan úr yngri landsliðinum. Ásgeir Erlendsson ræddi við þessi fjögur um Eið Smára og fór fyrir ferilinn hans. Ásgeir spurði móður hans líka sérstaklega út í kringumstæðurnar þegar Eiður Smári brotnaði niður í sjónvarpsviðtali í Króatíu í gær og tilkynnti að hann hefði líklega verið að spila sinn síðasta landsleik. „Ef þú ættir dreng sem myndi klökkna í útsendingu þá hefðir þú bara grátið og það var það sem ég gerði. Ég grét bara eins og öll mín fjölskylda. Ég hugsa bara að hálf þjóðin hafi grátið yfir þessu," sagði Ólöf Einarsdóttir. „Ég heyrði ekki í honum eftir leikinn en fékk ofsalega sætt SMS. Það stóð: Mamma, ég elska þig og nú ætlum við bara að fagna þeim árangri sem við erum búnir að ná. Við skulum ekki staldra við þetta mikið lengur," sagði Ólöf Rún. „Ég held að ég hafi tárast meira þarna en þegar ég hætti sjálfur að spila," sagði Guðni Bergsson um sjónvarpsviðtalið. Það er hægt að sjá þetta skemmtilega innslag með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira