Erlent

Drap dóttur sína til að hefna sín á móðurinni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Merrick McKoy birti mynd af sér með dótturinni á Facebook örfáum augnablikum fyrir morðið.
Merrick McKoy birti mynd af sér með dótturinni á Facebook örfáum augnablikum fyrir morðið.
Karlmaður í Colorado-fylki Bandaríkjanna er sagður hafa skotið eins og hálfs árs gamla dóttur sína til bana á mánudag, til þess að hefna sín á barnsmóður sinni sem hafði fengið sett á hann nálgunarbann.

New York Daily News greinir frá því að Merrick McKoy hafi birt mynd af sér með dótturinni á Facebook örfáum augnablikum áður en hann framdi morðið, auk þess sem hann skrifaði um fyrirætlanir sínar og sagðist ekki eiga annarra kosta völ.

Móðir barnsins hafði flúið heimilið skömmu áður eftir að McKoy hafði hótað henni með skammbyssu. Hún leitaði aðstoðar hjá nágrönnum og hafði samband við neyðarlínuna, en þá var það orðið of seint.

Þegar lögregla kom á vettvang var litla stúlkan látin og McKoy alvarlega særður, en hann reyndi að fyrirfara sér eftir morðið.

Málið er í rannsókn en lögreglan á eftir að taka skýrslu af móðurinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×