Skelfingarástand ríkir í Mið-Afríkulýðveldinu Bjarki Ármannsson skrifar 24. nóvember 2013 12:56 Ungur maður í Mið-Afríkulýðveldinu vopnaður AK-47 riffli. AP Ótrúleg mannréttindabrot og aukin útbreiðsla sjúkdóma eru fylgifiskar hina blóðugu átaka sem standa yfir í Mið-Afríkulýðveldinu. Nú þegar rúmlega hálft ár er liðið frá því að uppreisnarhópurinn Seleka steypti ríkisstjórn landsins af stóli hafa aðstæður innfæddra aldrei verið verri og fátt bendir til þess að þjóðinni berist hjálp annars staðar frá. Seleka hópurinn komst til valda í mars síðastliðnum þegar François Bozizé, forseti landsins, flúði höfuðborgina og Michel Djotodia, einn uppreisnarmanna, tilkynnti að hann hefði tekið við embætti forseta. Átök í landinu höfðu þá staðið yfir lengi milli Seleka, sem eru múslimar, og hins kristna meirihluta þjóðarinnar. Ástandið skánaði ekki við valdatöku Seleka og í september síðastliðnum var hópurinn opinberlega leystur upp. Margir uppreisnarmannanna neituðu þó að leggja niður vopn og hófu þess í stað stjórnlausar árásir á almenna borgara í landinu. Breska blaðið The Guardian segir frá því að þorpsbúar í sveitum Mið-Afríkulýðveldisins hafi þurft að horfa upp á hópaftökur, fólki sé hent lifandi fyrir krókódíla og börn allt að átta ára gömul séu neydd til þess að ganga til liðs við Seleka sveitirnar. Til að bæta gráu ofan á svart er nánast ómögulegt að halda úti heilbrigðisþjónustu í landinu eins og ástandið er nú. Alþjóðlegu samtökin Læknar án landamæra telja að í landinu hafi búið um 11,000 einstaklingar með HIV-vírusinn fyrir byltingu, sem nú fá ekki lengur lyf sín. Auk þess er gríðarmikil malaríuhætta í landinu. Mjög erfitt er að meta hversu margir hafa látið lífið á síðustu mánuðum. Að sögn The Guardian er landið að mestu leiti án nokkurrar löggæslu, en í sumar mat blaðið að aðeins 200 lögreglumenn störfuðu enn í Mið-Afríkulýðveldinu. Þess má geta að í landinu búa um 4.6 milljónir manna. Ofan á það búa fjölmargir þorpsbúar við niðamyrkur að nóttu til, en National Geographic hélt því fram árið 2008 að ljósmengun væri hvergi minni í heiminum en í Mið-Afríkulýðveldinu. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Ótrúleg mannréttindabrot og aukin útbreiðsla sjúkdóma eru fylgifiskar hina blóðugu átaka sem standa yfir í Mið-Afríkulýðveldinu. Nú þegar rúmlega hálft ár er liðið frá því að uppreisnarhópurinn Seleka steypti ríkisstjórn landsins af stóli hafa aðstæður innfæddra aldrei verið verri og fátt bendir til þess að þjóðinni berist hjálp annars staðar frá. Seleka hópurinn komst til valda í mars síðastliðnum þegar François Bozizé, forseti landsins, flúði höfuðborgina og Michel Djotodia, einn uppreisnarmanna, tilkynnti að hann hefði tekið við embætti forseta. Átök í landinu höfðu þá staðið yfir lengi milli Seleka, sem eru múslimar, og hins kristna meirihluta þjóðarinnar. Ástandið skánaði ekki við valdatöku Seleka og í september síðastliðnum var hópurinn opinberlega leystur upp. Margir uppreisnarmannanna neituðu þó að leggja niður vopn og hófu þess í stað stjórnlausar árásir á almenna borgara í landinu. Breska blaðið The Guardian segir frá því að þorpsbúar í sveitum Mið-Afríkulýðveldisins hafi þurft að horfa upp á hópaftökur, fólki sé hent lifandi fyrir krókódíla og börn allt að átta ára gömul séu neydd til þess að ganga til liðs við Seleka sveitirnar. Til að bæta gráu ofan á svart er nánast ómögulegt að halda úti heilbrigðisþjónustu í landinu eins og ástandið er nú. Alþjóðlegu samtökin Læknar án landamæra telja að í landinu hafi búið um 11,000 einstaklingar með HIV-vírusinn fyrir byltingu, sem nú fá ekki lengur lyf sín. Auk þess er gríðarmikil malaríuhætta í landinu. Mjög erfitt er að meta hversu margir hafa látið lífið á síðustu mánuðum. Að sögn The Guardian er landið að mestu leiti án nokkurrar löggæslu, en í sumar mat blaðið að aðeins 200 lögreglumenn störfuðu enn í Mið-Afríkulýðveldinu. Þess má geta að í landinu búa um 4.6 milljónir manna. Ofan á það búa fjölmargir þorpsbúar við niðamyrkur að nóttu til, en National Geographic hélt því fram árið 2008 að ljósmengun væri hvergi minni í heiminum en í Mið-Afríkulýðveldinu.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira