Erlent

„Stafrófsmorðinginn“ dæmdur til dauða

Bjarki Ármannsson skrifar
Joseph Naso hlaut dauðadóm sem ólíklegt þykir að verði framfylgt.
Joseph Naso hlaut dauðadóm sem ólíklegt þykir að verði framfylgt.
Karlmaður í Kalíforníu hlaut í síðasta mánuði dauðadóm fyrir hin svokölluðu 'Stafrófsmorð' sem áttu sér stað á áttunda og tíunda áratugnum.

Hin 79 ára gamli Joseph Naso var ásakaður um að hafa myrt fjórar konur sem áttu það sameiginlegt að upphafsstafir nafna þeirra stuðla. Þær Roxene Roggasch, Carmen Colon, Pamela Parsons og Tracy Tafoya fundust allar kyrktar til bana. Þær höfðu allar starfað sem vændiskonur.

Við húsleit heima hjá Naso árið 2009 fann lögregla dagbók og ýmsar ljósmyndir sem tengdu hann við morðin. Naso, sem varði sig sjálfur við réttarhöldin, neitaði því að hann væri „ófreskjan“ sem myrti konurnar.



Hundruð manna bíða þegar aftöku í Kalíforníu og segja sérfróðir menn litlar líkur á því að Naso verði tekinn af lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×