Erlent

Ótrúleg hönnun da Vinci fær loks líf eftir 500 ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viola Organista'
Viola Organista'
Fyrir 500 árum hannaði Leonardo da Vinci magnað hljóðfæri sem átti að vera blanda af píanói og sellói og gaf hann því nafnið „Viola Organista’’.

Hljóðfærið komst aldrei lengra en á teikniborð listamannsins en nú hefur það verið smíðað og fengu vel valdir gestir að heyra í því í fyrsta skipti á dögunum.

Slawomir Zubrzycki, pólskur organisti, lét draum sinn verða að veruleika og lagði mikið kapp á að koma hljóðfærinu upp.

Zubrzycki hefur ávallt haft mikinn áhuga sérstökum hljóðfærum og telst „viola organista’’ vera algjört hljóðfræðilegt listaverk.

Píanóleikarinn lék í fyrsta sinn á hljóðfærið í tónlistaskólanum Academy of Music í Krakow í Póllandi.

Teikningar af hljóðfærinu fundust í verkum da Vinci og hafði hann hannað hljóðfærið alveg frá grunni en da Vinci greinir þar frá öllum smáatriðum ítarlega.

„Ég hef enga hugmynd um hvað Leonardo da Vinci myndi segja við útkomu okkar á verkinu en maður verður að vona það besta,“ sagði Zubrzycki, sem eyddi þremur árum við gerð hljóðfærisins.

Hér að neðan má sjá myndskeið frá frumsýningu Zubrzycki  af þessu magnaða verki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×