Erlent

Obama mun funda með Netanyahu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Benjamin Netanyahu og Barack Obama.
Benjamin Netanyahu og Barack Obama. nordicphotos/getty
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á næstunni til að ræða um það samkomulag sem stórveldin gerðu með sér um kjarnorkuátætlanir ríkjanna.

Ísraelsmenn hafa líst yfir mikilli óánægju með samkomulagið og vill forsætisráðherrann meina að það geri framleiðslu gereyðingavopna auðveldari fyrir Írani.

Talsmaður Obama staðfesti í fréttum vestanhafs að hann myndi funda með Netanyahu til að sátt náist að fullu í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×