Erlent

Spenna í Hondúras

Mynd/EPA
Mjótt virðist vera á munum í forsetakosningunum í Hondúras sem fram fóru í gær en báðir frambjóðendurnir hafa lýst yfir sigri. Þegar búið var að telja 42 prósent atkvæða var hægrimaðurinn Juan Orlando Hernandez þó með forskot, eða 34 prósent atkvæða á móti 28 prósentum sem fallið höfðu í skaut Xiomara Castro.

Castro, sem er eiginkona fyrrverandi forsetans Manuel Zelaya, segost þó sigurviss, að sögn BBC og sama segir hinn frambjóðandinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×